Veður

Djúp lægð stjórnar veðrinu næstu daga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er spáð austlægri átt og að það verði nokkuð hvasst, einkum syðst á landinu þar sem slær í storm.
Það er spáð austlægri átt og að það verði nokkuð hvasst, einkum syðst á landinu þar sem slær í storm. Vísir/Vilhelm

Djúp lægð sem er suðvestur af landinu stjórnar veðrinu hér næstu daga að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Það er spáð austlægri átt og að það verði nokkuð hvasst, einkum syðst á landinu þar sem slær í storm., einkum syðst á landinu þar sem slær í storm.

Þá verða stöku él eða skúrir um landið austanvert í dag en annars þurrt. Spáð er eins til sex stiga hita en í kringum frostmark á Norðaustur- og Austurlandi.

Léttskýjað sunnan- og vestanlands á morgun, en dálítil slydda eða rigning í öðrum landshlutum og það hlýnar aðeins.

Rigning víða um land á fimmtudag, mest á Suður- og Austurlandi og seinni partinn eða um kvöldið snýst hann í hægari suðaustanátt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Austan- og norðaustanátt, 18-23 m/s syðst og víða 10-18 annars staðar, en hægari á Norðaustur- og Austurlandi fram á kvöld.

Bjartviðri vestanlands, en stöku él eða skúrir um landið austanvert. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en í kringum frostmark norðaustantil á landinu.

Léttskýjað sunnan- og vestanlands á morgun, annars slydda eða rigning með köflum, einkum á Austurlandi. Hiti 1 til 8 stig, mildast við suðurströndina.

Á miðvikudag:

Austan og norðaustan 10-18 m/s, en 18-23 syðst. Víða bjartviðri á Suður- og Vesturlandi, annars slydda eða rigning með köflum, einkum A-lands. Hiti 1 til 8 stig, mildast við suðurströndina.

Á fimmtudag:

Hvöss austanátt og dálítil væta, en talsverð rigning á Suðaustur- og Austurlandi. Hægari suðaustanátt seinni partinn. Hiti 2 til 9 stig, mildast syðst.

Á föstudag:

Suðaustanátt og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt norðantil á landinu. Hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag:

Suðlæg átt með rigningu sunnan- og vestanlands, en bjartviðri norðaustantil. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×