Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 09:31 Marcus Rashford fagnaði sigri gegn PSG á þriðjudagskvöld en harmaði í gær tap í baráttunni fyrir bættum kjörum barna í Englandi. Getty/Xavier Laine Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. Málið hefur verið enska landsliðsframherjanum mikið hjartans mál en hann ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe í Manchester. Hann hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult, og vann stóran sigur í þeirri baráttu í sumar, en ekki að þessu sinni. One to remember next time they pop up on TV claiming to care about our kids. Just like they did when they wanted them back at school. @DailyMirror pic.twitter.com/X4xc0F0D4y— Darren Lewis (@MirrorDarren) October 22, 2020 Þegar skólum var lokað í vor vegna kórónuveirufaraldursins fengu fjölskyldur matarmiða til að geta fengið fríar máltíðir, og þannig var það áfram í sumar eftir að stjórnvöld sneru fyrri ákvörðun sinni í kjölfar baráttu Rashfords. Þeirri hugmynd að 1,4 milljón barna, sem talin eru hjálpar þurfi í Englandi, fengju 15 punda matarmiða á viku þegar skólastarf lægi niður, fram að páskum 2021, var hins vegar hafnað í gær. Rashford tjáði sig um málið á Twitter: „Horfum framhjá öllum hávaðanum, skotunum, flokkapólitíkinn og einbeitum okkur að raunveruleikanum. Umtalsverður fjöldi barna fer í háttinn í kvöld ekki bara svöng heldur með þá tilfinningu að þau skipti ekki máli, eftir þau ummæli sem hafa fallið í dag,“ skrifaði Rashford, sólarhring eftir að hann skoraði sigurmark Manchester United gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Rashford sagði málið snúast um mannúð. „Ég er ekki með sömu menntun og stjórnmálamenn, eins og margir hafa bent á á Twitter, en ég hef félagslegu reynsluna af því að vera í þessum aðstæðum og að hafa varið tíma með fjölskyldum og börnum sem verða verst fyrir barðinu á þessu. Þessi börn skipta máli,“ skrifaði Rashford. Enski boltinn Tengdar fréttir Aftur höfðu lærisveinar Solskjærs betur gegn PSG Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. 20. október 2020 20:56 Rashford fékk heiðursorðu drottningar Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hlutu heiðursorðu Bretlandsdrottningar. 10. október 2020 13:45 Rashford heldur áfram baráttunni gegn fátækt og matarskorti barna Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er hvergi nærri hættur baráttu sinni gegn fátækt og matarskorti barna í Englandi. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. Málið hefur verið enska landsliðsframherjanum mikið hjartans mál en hann ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe í Manchester. Hann hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult, og vann stóran sigur í þeirri baráttu í sumar, en ekki að þessu sinni. One to remember next time they pop up on TV claiming to care about our kids. Just like they did when they wanted them back at school. @DailyMirror pic.twitter.com/X4xc0F0D4y— Darren Lewis (@MirrorDarren) October 22, 2020 Þegar skólum var lokað í vor vegna kórónuveirufaraldursins fengu fjölskyldur matarmiða til að geta fengið fríar máltíðir, og þannig var það áfram í sumar eftir að stjórnvöld sneru fyrri ákvörðun sinni í kjölfar baráttu Rashfords. Þeirri hugmynd að 1,4 milljón barna, sem talin eru hjálpar þurfi í Englandi, fengju 15 punda matarmiða á viku þegar skólastarf lægi niður, fram að páskum 2021, var hins vegar hafnað í gær. Rashford tjáði sig um málið á Twitter: „Horfum framhjá öllum hávaðanum, skotunum, flokkapólitíkinn og einbeitum okkur að raunveruleikanum. Umtalsverður fjöldi barna fer í háttinn í kvöld ekki bara svöng heldur með þá tilfinningu að þau skipti ekki máli, eftir þau ummæli sem hafa fallið í dag,“ skrifaði Rashford, sólarhring eftir að hann skoraði sigurmark Manchester United gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Rashford sagði málið snúast um mannúð. „Ég er ekki með sömu menntun og stjórnmálamenn, eins og margir hafa bent á á Twitter, en ég hef félagslegu reynsluna af því að vera í þessum aðstæðum og að hafa varið tíma með fjölskyldum og börnum sem verða verst fyrir barðinu á þessu. Þessi börn skipta máli,“ skrifaði Rashford.
Enski boltinn Tengdar fréttir Aftur höfðu lærisveinar Solskjærs betur gegn PSG Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. 20. október 2020 20:56 Rashford fékk heiðursorðu drottningar Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hlutu heiðursorðu Bretlandsdrottningar. 10. október 2020 13:45 Rashford heldur áfram baráttunni gegn fátækt og matarskorti barna Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er hvergi nærri hættur baráttu sinni gegn fátækt og matarskorti barna í Englandi. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Aftur höfðu lærisveinar Solskjærs betur gegn PSG Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. 20. október 2020 20:56
Rashford fékk heiðursorðu drottningar Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hlutu heiðursorðu Bretlandsdrottningar. 10. október 2020 13:45
Rashford heldur áfram baráttunni gegn fátækt og matarskorti barna Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er hvergi nærri hættur baráttu sinni gegn fátækt og matarskorti barna í Englandi. 2. september 2020 07:00