Fótbolti

Mis­tök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson á leik Íslands og Belgíu í gær.
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson á leik Íslands og Belgíu í gær. vísir/vilhelm

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn viðurkenndi að hafa gert mistök þegar Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var leyft að vera á Laugardalsvelli í gær þrátt fyrir að vera í sóttkví.

Sem kunnugt er þurfti allt starfslið íslenska liðsins að fara í sóttkví eftir að Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna. 

Hamrén og Freyr fengu hins vegar leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í gær, í glerbúri á Laugardalsvelli. Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska liðinu af hliðarlínunni og voru í sambandi við Hamrén og Frey.

Á upplýsingafundi almannavarna í dag viðurkenndi Víðir að ekki hefði átt að veita landsliðsþjálfurunum undanþágu til að vera á leiknum. 

„Við höfum margoft talað um það að við komumst aldrei í gegnum þennan faraldur án þess að gera mistök. Ég gerði mistök varðandi undanþágur sem veittar voru þjálfurum íslenska karlalandsliðsins í gær. Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins væru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í dag. Hann bætti við að mistökin væru bagaleg í ljósi tengingar hans við KSÍ en hann starfaði áður sem öryggisstjóri sambandsins.

„Fjölmargir á Íslandi eru í sóttkví sem ekki hafa neina heimild til að vera á ferðinni og þetta var afskaplega slæmt fordæmi. Ég tek á mig alla ábyrgð í þessu máli og þetta er sérstaklega slæmt fyrir mig vegna minnar fyrri tengingar við íþróttastarfið.“

Ísland tapaði leiknum gegn Belgíu, 1-2, og féll þar með úr A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var síðasti heimaleikur Íslendinga á þessu ári en framundan eru þrír útileikir í næsta mánuði, m.a. gegn Ungverjum um sæti á EM á næsta ári.


Tengdar fréttir

„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun.

Hólmar um Lukaku: Hann er mjög erfiður

„Mér fannst við eiga góðan seinni hálfleik. Við slípuðum nokkra hluti í hálfleik sem við þurftum að gera varðandi færslur og svona en auðvitað leiðinlegt að tapa þessu,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður Íslands, eftir 2-1 tapið gegn Belgum í kvöld.

Þetta er á­kveðin reynsla sem við setjum í bak­pokann

Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks.

Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví?

Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví.

Þjálfarateymi morgundagsins klárt

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld.

Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það.

Grunur um smit í umhverfi landsliðsins

Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×