Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2020 11:07 Þorgrímur Þráinsson faðmar Birki Bjarnason að sér eftir sigurinn frækna á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. STÖÐ 2 SPORT Það hefur mikið gengið á í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli síðasta sólarhringinn eftir að meðlimur í starfsliði karlalandsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit. Allt starfslið landsliðsins er komið í sóttkví á hóteli en enginn af þeim 19 leikmönnum sem eftir eru í landsliðshópnum. Þó mátti sjá hinn smitaða starfsmann, Þorgrím Þráinsson, umgangast leikmenn og til að mynda faðma Birki Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Yfirvöld ráða því hverjir fara í sóttkví. „Það er bara farið ákveðið langt aftur í tímann og horft til þess við hverja menn hafa verið í samneyti,“ segir Gunnar Gylfason, sérfræðingur almannavarna og tengiliður þeirra við KSÍ. Þorgrímur var einnig á vellinum á sunnudagskvöld þegar Ísland tapaði gegn Danmörku en ekki er vitað til þess að þá hafi hann verið í snertingu við leikmenn. „Það var búið að mæla hann [Þorgrím] eftir Rúmeníuleikinn og þá var sýnið neikvætt. Reglur rakningateymisins ráða því hve langt aftur í tímann er farið. Þó að það hafi kannski ekki verið æskilegt að menn hafi knúsast eftir sigurinn, miðað við ástandið í heiminum, þá var hann sjálfsagt ekki smitandi þá,“ segir Gunnar. Sams konar háttur á þegar smit greindist hjá Rúmenum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að reynt sé að hafa algjöran aðskilnað á milli leikmanna og starfsliðs, í samræmi við leiðbeiningar UEFA. Í tilfelli Rúmena í síðustu viku, þegar einn úr fararstjórn liðsins greindist með smit, hafi til að mynda aðeins þeir sem sátu með honum við matarborð og ferðuðust með honum í bíl þurft að fara í sóttkví. „Samkvæmt þeim reglum sem gilda hjá UEFA varðandi hegðun á Covid-tímum þá er algjör aðskilnaður í matmálstímum, á milli leikmanna og starfsliðs. Starfsmenn fara annað hvort í sérbíl á æfingar eða í sérsvæði í rútum, og annað slíkt. Það er almennt gætt að fjarlægð á milli leikmanna og starfsmanna,“ segir Klara þó að hún viðurkenni að það hafi ekki gengið fullkomlega, eins og sást eftir sigurinn á Rúmeníu. Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Það hefur mikið gengið á í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli síðasta sólarhringinn eftir að meðlimur í starfsliði karlalandsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit. Allt starfslið landsliðsins er komið í sóttkví á hóteli en enginn af þeim 19 leikmönnum sem eftir eru í landsliðshópnum. Þó mátti sjá hinn smitaða starfsmann, Þorgrím Þráinsson, umgangast leikmenn og til að mynda faðma Birki Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Yfirvöld ráða því hverjir fara í sóttkví. „Það er bara farið ákveðið langt aftur í tímann og horft til þess við hverja menn hafa verið í samneyti,“ segir Gunnar Gylfason, sérfræðingur almannavarna og tengiliður þeirra við KSÍ. Þorgrímur var einnig á vellinum á sunnudagskvöld þegar Ísland tapaði gegn Danmörku en ekki er vitað til þess að þá hafi hann verið í snertingu við leikmenn. „Það var búið að mæla hann [Þorgrím] eftir Rúmeníuleikinn og þá var sýnið neikvætt. Reglur rakningateymisins ráða því hve langt aftur í tímann er farið. Þó að það hafi kannski ekki verið æskilegt að menn hafi knúsast eftir sigurinn, miðað við ástandið í heiminum, þá var hann sjálfsagt ekki smitandi þá,“ segir Gunnar. Sams konar háttur á þegar smit greindist hjá Rúmenum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að reynt sé að hafa algjöran aðskilnað á milli leikmanna og starfsliðs, í samræmi við leiðbeiningar UEFA. Í tilfelli Rúmena í síðustu viku, þegar einn úr fararstjórn liðsins greindist með smit, hafi til að mynda aðeins þeir sem sátu með honum við matarborð og ferðuðust með honum í bíl þurft að fara í sóttkví. „Samkvæmt þeim reglum sem gilda hjá UEFA varðandi hegðun á Covid-tímum þá er algjör aðskilnaður í matmálstímum, á milli leikmanna og starfsliðs. Starfsmenn fara annað hvort í sérbíl á æfingar eða í sérsvæði í rútum, og annað slíkt. Það er almennt gætt að fjarlægð á milli leikmanna og starfsmanna,“ segir Klara þó að hún viðurkenni að það hafi ekki gengið fullkomlega, eins og sást eftir sigurinn á Rúmeníu.
Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16