Fótbolti

Þjálfarateymi morgundagsins klárt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson er hluti af þjálfarateymi Íslands gegn Belgíu.
Arnar Þór Viðarsson er hluti af þjálfarateymi Íslands gegn Belgíu. Stöð 2

.Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hver mun stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld í síðari leik liðanna í Þjóðadeildinni.

Eins og fram hefur komið er allt starfslið A-landsliðs karla komið í sóttkví vegna kórónuveirusmits Þorgríms Þráinssonar. Þorgrímur er hluti af starfsliði Íslands og engar áhættur teknar. 

KSÍ hefur nú staðfest að Arnar Þór Viðarsson [þjálfari U21 landsliðs karla], Davíð Snorri Jónasson [þjálfari U17 ára landsliðs karla] og Þórður Þórðarson [þjálfari U19 ára landsliðs kvenna] mynda þjálfarateymi morgundagsins. Sá síðastnefndi verður markmannsþjálfari.

Aðrir starfsmenn liðsins koma úr röðum A landsliðs kvenna og yngri landsliða karla og kvenna.

Þetta kom fram í tilkynningu frá KSÍ nú í kvöld.

Samkvæmt heimildum Vísis er Arnar Þór - sem var staddur í Lúxemborg með U21 árs landsliðið Íslands - búinn að keyra þaðan til Belgíu. Hann þarf svo að taka ferju yfir til Essex á Englandi, keyra til Luton þaðan sem hann flýgur til Íslands klukkan 06.00 í fyrramálið.

Það hefur þó verið staðfest að bæði Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfari og aðstoðarþjálfari landsliðsins, fá að vera á Laugardalsvelli annað kvöld. Bara ekki á hliðarlínunni.


Tengdar fréttir

Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það.

„Við viljum þetta meira en allt“

Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×