Fótbolti

Sjáðu mörkin sem Lukaku skoraði í fyrri hálfleik í Laugardalnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku býr sig undir að snúa af sér Hólmar Örn Eyjólfsson og skömmu síðar lá boltinn í markinu.
Romelu Lukaku býr sig undir að snúa af sér Hólmar Örn Eyjólfsson og skömmu síðar lá boltinn í markinu. Vísir/Vilhelm

Romelu Lukaku skoraði tvö mörk fyrir Belga í fyrri hálfleiknum á móti íslenska landsliðinu í Þjóðadeildarleiknum á Laugardalsvellinum í kvöld. Belgar eru 2-1 yfir í hálfleik.

Romelu Lukaku hefur verið á skotskónum í landsleikjum á móti Íslandi í gegnum tíðina og það breyttist ekki í kvöld.

Fyrra markið skoraði Romelu Lukaku á 10. mínútu en það síðara skoraði hann úr vítaspyrnu á 38. mínútu.

Romelu Lukaku hefur þar með skorað fimm mörk í þremur landsleikjum á móti Íslandi og alls 32 mörk í síðustu 27 landsleikjum sínum fyrir Belgíu.

Í fyrra markið fékk hann langa sendingu frá miðverðinum Toby Alderweireld en það síðara skoraði hann úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur þegar Hólmar Örn Eyjólfsson braut á honum.

Hér fyrir neðan má sjá þessu tvö mörk hjá Romelu Lukaku í fyrri hálfleiknum.

Klippa: Markið hjá Romelu Lukaku
Klippa: Romelu Lukaku kemur Belgum í 2-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×