„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. október 2020 11:32 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveirufaraldurinn í dag. Þórólfur kvaðst ætla að skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um áframhaldandi aðgerðir eftir 19. október. „Ég ætla ekki að fara í smáatriðum í hverjar tillögur mínar eru en get þó sagt að ég tel á þessari stundu ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir þar sem faraldurinn er ekki farinn að minnka. En það sem við reynum að gera núna er að skýra ýmis tilmæli og hafa þau skýrari en þau voru kannski,“ sagði Þórólfur. Venja okkur við að veiran mun vera með okkur næstu mánuði Þá sagði hann að allir þyrftu að vera undir það búnir að það muni taka nokkurn tíma að ráða að niðurlögum þeirrar bylgju sem nú er í gangi. „Og jafnvel þó að okkur takist að sveigja kúrvuna niður þá held ég að við þurfum líka að fara að hugsa um það og venja okkur við að veiran mun sennilega vera með okkur í samfélaginu næstu mánuði eða þar til við fáum gott og öruggt bóluefni. Engu að síður þá vona ég svo sannarlega að okkur takist að uppræta veiruna eins og okkur tókst síðastliðinn vetur en ég tel að vonir til þess séu minni en voru þá,“ sagði Þórólfur. Áfram þyrftum við öll á allri okkar árvekni að halda til að lifa með veirunni auk þess að hafa sem minnst íþyngjandi aðgerðir í gangi á hverjum tíma sem muni duga til þess að halda henni í skefjum. Þá minnti hann einnig á og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna; að þvo og spritta hendur vel, gæta að fjarlægðarmörkum, passa sig í fjölmenni og nota grímur þar sem það á við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveirufaraldurinn í dag. Þórólfur kvaðst ætla að skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um áframhaldandi aðgerðir eftir 19. október. „Ég ætla ekki að fara í smáatriðum í hverjar tillögur mínar eru en get þó sagt að ég tel á þessari stundu ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir þar sem faraldurinn er ekki farinn að minnka. En það sem við reynum að gera núna er að skýra ýmis tilmæli og hafa þau skýrari en þau voru kannski,“ sagði Þórólfur. Venja okkur við að veiran mun vera með okkur næstu mánuði Þá sagði hann að allir þyrftu að vera undir það búnir að það muni taka nokkurn tíma að ráða að niðurlögum þeirrar bylgju sem nú er í gangi. „Og jafnvel þó að okkur takist að sveigja kúrvuna niður þá held ég að við þurfum líka að fara að hugsa um það og venja okkur við að veiran mun sennilega vera með okkur í samfélaginu næstu mánuði eða þar til við fáum gott og öruggt bóluefni. Engu að síður þá vona ég svo sannarlega að okkur takist að uppræta veiruna eins og okkur tókst síðastliðinn vetur en ég tel að vonir til þess séu minni en voru þá,“ sagði Þórólfur. Áfram þyrftum við öll á allri okkar árvekni að halda til að lifa með veirunni auk þess að hafa sem minnst íþyngjandi aðgerðir í gangi á hverjum tíma sem muni duga til þess að halda henni í skefjum. Þá minnti hann einnig á og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna; að þvo og spritta hendur vel, gæta að fjarlægðarmörkum, passa sig í fjölmenni og nota grímur þar sem það á við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira