Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 23:09 Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, á blaðamannafundi í ríkinu í dag. AP/Skrifstofa ríkisstjóra í Michigan Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. Alls hafa nú þrettán verið ákærðir fyrir aðild að ráðabruggi um að ræna ríkisstjóranum. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í dag að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Whitmer tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag. Hún setti það í samhengi við orðræðu og framgöngu Trumps, sem hún kvað hafa alið á sundrung og ofbeldi. „Forseti Bandaríkjanna stóð á sviði fyrir framan bandarísku þjóðina í síðustu viku og neitaði að fordæma öfgahópa hvítra þjóðernissinna og haturshópa, sem eru eins og þessar tvær vopnuðu sveitir hægri manna,“ sagði Whitmer í ávarpi sínu í dag. Þar vísaði hún til ummæla Trumps í kappræðum hans og Joe Biden, forsetaefnis Demókrataflokksins, í síðustu viku, þar sem forsetinn var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa. Það gerði Trump ekki heldur beindi því til slíkra hópa að „halda sig til hlés og bíða“. Trump hefur þó fordæmt umrædda hópa á opinberum vettvangi síðan. „Haturshópar túlkuðu ummæli forsetans ekki sem ávítur heldur hvatningaróp. Sem ákall til aðgerða. Orð leiðtoga okkar skipta máli. Þau hafa vægi. Þegar leiðtogar okkar hitta, hvetja eða vingast við innlenda hryðjuverkamenn réttlæta þeir gjörðir þeirra. Þeir eru samsekir,“ sagði Whitmer á blaðamannafundinum í dag. Ávarp Whitmer má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. Alls hafa nú þrettán verið ákærðir fyrir aðild að ráðabruggi um að ræna ríkisstjóranum. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í dag að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Whitmer tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag. Hún setti það í samhengi við orðræðu og framgöngu Trumps, sem hún kvað hafa alið á sundrung og ofbeldi. „Forseti Bandaríkjanna stóð á sviði fyrir framan bandarísku þjóðina í síðustu viku og neitaði að fordæma öfgahópa hvítra þjóðernissinna og haturshópa, sem eru eins og þessar tvær vopnuðu sveitir hægri manna,“ sagði Whitmer í ávarpi sínu í dag. Þar vísaði hún til ummæla Trumps í kappræðum hans og Joe Biden, forsetaefnis Demókrataflokksins, í síðustu viku, þar sem forsetinn var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa. Það gerði Trump ekki heldur beindi því til slíkra hópa að „halda sig til hlés og bíða“. Trump hefur þó fordæmt umrædda hópa á opinberum vettvangi síðan. „Haturshópar túlkuðu ummæli forsetans ekki sem ávítur heldur hvatningaróp. Sem ákall til aðgerða. Orð leiðtoga okkar skipta máli. Þau hafa vægi. Þegar leiðtogar okkar hitta, hvetja eða vingast við innlenda hryðjuverkamenn réttlæta þeir gjörðir þeirra. Þeir eru samsekir,“ sagði Whitmer á blaðamannafundinum í dag. Ávarp Whitmer má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49
Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45