Erlent

Trump neitar að taka þátt í kapp­ræðum í gegnum netið

Atli Ísleifsson skrifar
Joe Biden og Donald Trump mættust í kappræðum í Ohio í lok september.
Joe Biden og Donald Trump mættust í kappræðum í Ohio í lok september. Getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata.

Nefndin sem heldur utan um kappræður frambjóðendanna ákvað að kappræðurnar, sem fyrirhugaðar voru 15. október, yrðu að fara fram í netheimum. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar þess að Trump greindist með Covid-19.

Trump segir nú að hann vilji ekki „eyða tímanum“ með því að taka þátt í rafrænum kappræðum sem ákveðið hafi verið að grípa til í þeim tilgangi að „verja“ keppinaut sinn.

Kappræður varaforsetaefnanna Mike Pence og Kamölu Harris fóru fram í nótt, en fyrr í mánuðinum mættust þeir Trump og Biden í kappræðum sem vöktu helst athygli fyrir frammíköll og almenna ringulreið.

Kappræðurnar sem fyrirhugaðar voru 15. október áttu að fara fram í Adrienne Arsht Center for the Performing Arts í Miami.

Áður hafi Trump sagst hlakka til að eiga í öðrum kappræðum við Biden á sviði, en Biden sagðist þó einungis ætla að taka þátt, gæfu læknar grænt ljós.


Tengdar fréttir

Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar

Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×