Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 16:49 Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan. Hópur manna vildi ræna henni og rétt yfir henni fyrir landráð. AP/Embætti ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. Mennirnir ræddu sín á milli um að myrða Whitmer og það að leita til vopnaðrar sveitar hægri manna í ríkinu og fá þá með sér í lið. Meðal annars ræddu þeir að ráðast á þinghúss ríkisins og taka gísla og ráðast á sumarhús ríkisstjórans. Sex menn úr hópnum hafa verið handteknir og ákærðir. Starfsmenn FBI komust á snoðir um ráðabruggið fyrr á árinu. Þá ræddu mennirnir málið á samfélagsmiðlum og virðist sem að uppljóstrari hafi verið meðal þeirra. Í sumar komu 14 þeirra saman á fundi, sem einn mannanna tók upp fyrir FBI, samkvæmt frétt Detroit News. Þar töluðu þeir um að mynda sjálfbært samfélag þar sem eignarréttur væri virtur. Þær ræddu leiðir til að ná fram þessu markmiði þeirra, en þar á meðal voru ofbeldisfullar leiðir. Þeir veltu meðal annars fyrir sér að ráðast á þinghús Michigan með 200 mönnum, taka gísla og rétta yfir Whitmer fyrir landráð. Þeir ákváðu þó á fundinum að ræða við forsvarsmenn vopnaðrar sveitar hægri manna, en þær kallast Militia á ensku, og reyna að fjölga meðlimum. FBI var þegar með þessa vopnuðu sveit undir eftirliti í mars á þessu ári. Þá hafði lögregluembætti á svæðinu komist að því að meðlimir þessa hóps væru að safna saman heimilisföngum lögregluþjóna. Reiði þessara manna virðist að miklu leyti snúast að takmörkunum á ferðafrelsi og sóttvarnaraðgerðum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við mótmæli hægri manna í Michigan og jafnvel kallað eftir því að þeir „frelsi“ Michigan og önnur ríki. Samkvæmt Detroit Free Press héldu mennirnir æfingar og fylgdust með sumarheimili ríkisstjórans. Þeir keyptu einnig rafbyssu sem til stóð að nota til mannránsins. Mennirnir sögðust vilja ræna Whitmer fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember. „Grípum helvítis ríkisstjórann. Grípum tíkina,“ skrifaði einn mannanna sem hefur verið handtekinn á spjallþráð þeirra. Sami maður, sem virðist vera meðal leiðtoga hópsins, sagði í símtali að hann vildi átök. Hann væri orðinn þreyttur á ástandinu og að það þyrfti að þurrka út allt. Seamus Huges, sem er sérfræðingur í öfgasamtökum í Bandaríkjunum, sagði Detroit News að ferðatakmarkanir hefðu dregið fjölda andstjórnvaldaöfgamenn saman. Whitmer hefði sömuleiðis oft verið skotmark áróðurs þeirra. Embættismenn ætla að halda blaðamannafund um málið seinna í dag og Whitmer ætlar sömuleiðis að tjá sig. Bandaríkin Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. Mennirnir ræddu sín á milli um að myrða Whitmer og það að leita til vopnaðrar sveitar hægri manna í ríkinu og fá þá með sér í lið. Meðal annars ræddu þeir að ráðast á þinghúss ríkisins og taka gísla og ráðast á sumarhús ríkisstjórans. Sex menn úr hópnum hafa verið handteknir og ákærðir. Starfsmenn FBI komust á snoðir um ráðabruggið fyrr á árinu. Þá ræddu mennirnir málið á samfélagsmiðlum og virðist sem að uppljóstrari hafi verið meðal þeirra. Í sumar komu 14 þeirra saman á fundi, sem einn mannanna tók upp fyrir FBI, samkvæmt frétt Detroit News. Þar töluðu þeir um að mynda sjálfbært samfélag þar sem eignarréttur væri virtur. Þær ræddu leiðir til að ná fram þessu markmiði þeirra, en þar á meðal voru ofbeldisfullar leiðir. Þeir veltu meðal annars fyrir sér að ráðast á þinghús Michigan með 200 mönnum, taka gísla og rétta yfir Whitmer fyrir landráð. Þeir ákváðu þó á fundinum að ræða við forsvarsmenn vopnaðrar sveitar hægri manna, en þær kallast Militia á ensku, og reyna að fjölga meðlimum. FBI var þegar með þessa vopnuðu sveit undir eftirliti í mars á þessu ári. Þá hafði lögregluembætti á svæðinu komist að því að meðlimir þessa hóps væru að safna saman heimilisföngum lögregluþjóna. Reiði þessara manna virðist að miklu leyti snúast að takmörkunum á ferðafrelsi og sóttvarnaraðgerðum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við mótmæli hægri manna í Michigan og jafnvel kallað eftir því að þeir „frelsi“ Michigan og önnur ríki. Samkvæmt Detroit Free Press héldu mennirnir æfingar og fylgdust með sumarheimili ríkisstjórans. Þeir keyptu einnig rafbyssu sem til stóð að nota til mannránsins. Mennirnir sögðust vilja ræna Whitmer fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember. „Grípum helvítis ríkisstjórann. Grípum tíkina,“ skrifaði einn mannanna sem hefur verið handtekinn á spjallþráð þeirra. Sami maður, sem virðist vera meðal leiðtoga hópsins, sagði í símtali að hann vildi átök. Hann væri orðinn þreyttur á ástandinu og að það þyrfti að þurrka út allt. Seamus Huges, sem er sérfræðingur í öfgasamtökum í Bandaríkjunum, sagði Detroit News að ferðatakmarkanir hefðu dregið fjölda andstjórnvaldaöfgamenn saman. Whitmer hefði sömuleiðis oft verið skotmark áróðurs þeirra. Embættismenn ætla að halda blaðamannafund um málið seinna í dag og Whitmer ætlar sömuleiðis að tjá sig.
Bandaríkin Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira