Íslenski boltinn

Pétur Péturs: Mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pétur Pétursson var spakur að venju á hliðarlínu Vals í kvöld.
Pétur Pétursson var spakur að venju á hliðarlínu Vals í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega ósáttur með 0-1 tap Vals á heimavelli gegn Breiðabliki í leik sem hefur verið kallaður „úrslitaleikur Íslandsmótsins.“

Eftir sigur kvöldsins er Breiðablik með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar ásamt því að eiga leik til góða þegar. Breiðablik á þrjá leiki eftir en Valur aðeins tvo.

„Bara svekktur að hafa tapað þessum leik, svona fyrst og fremst,“ sagði Pétur í viðtali við Ingva Þór Sæmundsson að leik loknum.

„Ég var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn, mér fannst Blikarnir betri í fyrri hálfleik en við komum vel út í seinni hálfleik og fannst óþarfi að tapa leiknum,“ sagði Pétur aðspurður hvort honum hefði fundist Valur eiga meira skilið úr leik dagsins.

„Bæði lið fengu færi, við hefðum getað skorað mörk og þær hinum megin. Eins og ég sagði, ég var óánægður með fyrri hálfleikinn en var mjög sáttur með seinni hálfleikinn. Mér fannst við of langt frá því í fyrri hálfleik og leyfðum þeim að spila sinn leik.“

Að lokum var Pétur spurður hvort titillinn væri úr augsýn.

„Það eru allavega tvær leikir eftir en þær eru í vænlegri stöðu og það er því mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×