Íslenski boltinn

Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi

Sindri Sverrisson skrifar
Beitir Ólafsson fékk rautt spjald í gær.
Beitir Ólafsson fékk rautt spjald í gær.

Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin og fleiri atvik.

Valsmenn eru með níu stiga forskot á FH á toppnum eftir að Birkir Már Sævarsson tryggði þeim 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki með marki á síðustu stundu. Birkir hefur nú skorað fjögur mörk á einni viku og spurning hvort það veki áhuga landsliðsþjálfara Íslands fyrir komandi EM-umspilsleik við Rúmeníu.

Mikil dramatík var í Vesturbæ þar sem Fylkir vann KR 2-1 við afar slæmar aðstæður, þar sem stórir regnpollar voru á vellinum. Rauða spjaldið fór tvisvar á loft og í seinna skiptið var Beitir Ólafsson, markmaður KR, rekinn af velli þar sem hann var talinn hafa veitt Ólafi Inga Skúlasyni högg í andlitið. Rúnar Kristinsson sagði um leikþátt að ræða hjá Ólafi. Sam Hewson skoraði sigurmark Fylkis úr vítinu sem dæmt var.

FH vann Fjölni 1-0, einnig með umdeildu marki, Stjarnan komst á sigurbraut með 3-2 sigri gegn HK í Kórnum, ÍA og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli og KA vann Gróttu í miklum markaleik á Seltjarnarnesi, 4-2. Öll mörkin og meira til má sjá hér að neðan.

Klippa: FH 1-0 Fjölnir
Klippa: KR 1-2 Fylkir
Klippa: ÍA 2-2 Víkingur
Klippa: Grótta 2-4 KA
Klippa: Valur 1-1 Breiðablik
Klippa: HK 2-3 Stjarnan

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×