Veður

Skúrir og suð­vestan vindur

Atli Ísleifsson skrifar
Hitinn verður á bilinu 7 til 13 stig.
Hitinn verður á bilinu 7 til 13 stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu og skúrum í dag, en víða léttskýjað austantil á landinu. Hitinn verður á bilinu 7 til 13 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að svipað veður verði á morgun, en þó heldur minni úrkoma.

„Um kvöldið fer síðan að rigna vestanlands með vaxandi sunnanátt.

Stíf suðvestanátt og rigning eða skúrir á laugardag, en áfram þurrt á Austurlandi. Á sunnudag er búist við að lægð fari norðaustur yfir landið og henni fylgir væntanlega hvassviðri og talsverð rigning.“

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðvestan 8-13 m/s og dálítil súld V-til, en víða léttskýjað um landið A- vert. Vaxandi sunnanátt með rigningu V-lands um kvöldið. Hiti 8 til 13 stig.

Á laugardag: Suðvestan 13-18 og rigning eða skúrir, en hægari og bjart veður A-lands. Heldur kólnandi.

Á sunnudag: Gengur í hvassa suðlæga átt með talsverðri rigningu, hiti 4 til 10 stig.

Á mánudag: Norðvestanátt með rigningu, slyddu eða snjókomu um N-vert landið, en styttir upp sunnan heiða. Kólnandi veður.

Á þriðjudag (haustjafndægur): Austlæg átt og úrkomulítið. Hiti 1 til 5 stig að deginum, en um eða undir frostmarki á N- og A-landi.

Á miðvikudag: Útlit fyrir norðaustanátt með stöku skúrum eða éljum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.