Trump ávarpar grímulausa fundargesti: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 23:17 Stuðningsmenn Trump fagna komu hans á fjöldafundinn. AP Photo/Andrew Harnik Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. Þetta er fyrsti fjöldafundurinn sem Trump heldur innanhúss síðan í júní þegar hann hélt fjöldafund í Tulsa í Oklahoma sem vakti gríðarlega mikla athygli og var harðlega gagnrýndur. Þar var varla farið eftir sóttvarnareglum og var samkomunni í kjölfarið kennt um fjölda kórónuveirusmita sem komu upp hjá fundargestum. Donald Trump Bandaríkjaforeti talar við fundargestina sem sátu beint fyrir aftan hann og voru í mynd.AP Photo/Andrew Harnik Á fundinum í Las Vegas, sem haldinn var í gærkvöldi, var varla neinn fundargesta með grímur – það er – engir nema þeir sem sátu fyrir aftan forsetann og áttu von á því að vera í mynd, sem rata myndi í sjónvarp, samkvæmt fréttaflutningi AP. Þeim var gert að bera grímur en engum þeirra sem sátu í salnum fyrir framan forsetann var það skylt. „Við munum ekki loka landinu aftur. Lokun myndi eyðileggja líf og drauma milljóna Bandaríkjamanna,“ sagði Trump og bætti við: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni.“ Hann minntist ekkert á dánartíðni Covid-19 en nærri 200 þúsund Bandaríkjamenn hafa látist þegar þessi frétt er skrifuð og um þúsund til viðbótar deyja dag hvern. Í kjölfar fjöldafundarins í Tulsa ákvað kosningateymi Trump að breyta fyrirkomulaginu en Trump og kosningateymi hans voru harðlega gagnrýnd í kjölfar fundarins. Til þess var gripið að halda smærri fundi utandyra. Fundirnir hafa þó orðið fjölmennari á undanförnum vikum og hefur félagsforðun ekki verið viðhöfð og fáir borið grímur fyrir vitum. Grímulausir fundargestir á fjöldafundinum í Las Vegas í gær.AP Photo/Andrew Harnik Á sunnudag var ákveðið að halda aftur inn og segja starfsmenn Trump það vera vegna þess hve heitt hefur verið í Nevada undanfarna daga. Allir fundargestir voru hitamældir við komu og hvattir til að bera grímur en fáir gerðu það eins og áður segir. Síðan í maí hefur verið fimmtíu manna samkomutakmark í Nevada, samkvæmt tilmælum frá Hvíta húsinu. Steve Sisolak, ríkisstjóri Nevada, sagði í yfirlýsingu rétt áður en fundurinn hófst að Trump „væri kærulaus og sjálfselskur í ákvörðunum sínum sem stefndu lífi óteljandi Nevadabúa í hættu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. 11. september 2020 15:14 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. Þetta er fyrsti fjöldafundurinn sem Trump heldur innanhúss síðan í júní þegar hann hélt fjöldafund í Tulsa í Oklahoma sem vakti gríðarlega mikla athygli og var harðlega gagnrýndur. Þar var varla farið eftir sóttvarnareglum og var samkomunni í kjölfarið kennt um fjölda kórónuveirusmita sem komu upp hjá fundargestum. Donald Trump Bandaríkjaforeti talar við fundargestina sem sátu beint fyrir aftan hann og voru í mynd.AP Photo/Andrew Harnik Á fundinum í Las Vegas, sem haldinn var í gærkvöldi, var varla neinn fundargesta með grímur – það er – engir nema þeir sem sátu fyrir aftan forsetann og áttu von á því að vera í mynd, sem rata myndi í sjónvarp, samkvæmt fréttaflutningi AP. Þeim var gert að bera grímur en engum þeirra sem sátu í salnum fyrir framan forsetann var það skylt. „Við munum ekki loka landinu aftur. Lokun myndi eyðileggja líf og drauma milljóna Bandaríkjamanna,“ sagði Trump og bætti við: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni.“ Hann minntist ekkert á dánartíðni Covid-19 en nærri 200 þúsund Bandaríkjamenn hafa látist þegar þessi frétt er skrifuð og um þúsund til viðbótar deyja dag hvern. Í kjölfar fjöldafundarins í Tulsa ákvað kosningateymi Trump að breyta fyrirkomulaginu en Trump og kosningateymi hans voru harðlega gagnrýnd í kjölfar fundarins. Til þess var gripið að halda smærri fundi utandyra. Fundirnir hafa þó orðið fjölmennari á undanförnum vikum og hefur félagsforðun ekki verið viðhöfð og fáir borið grímur fyrir vitum. Grímulausir fundargestir á fjöldafundinum í Las Vegas í gær.AP Photo/Andrew Harnik Á sunnudag var ákveðið að halda aftur inn og segja starfsmenn Trump það vera vegna þess hve heitt hefur verið í Nevada undanfarna daga. Allir fundargestir voru hitamældir við komu og hvattir til að bera grímur en fáir gerðu það eins og áður segir. Síðan í maí hefur verið fimmtíu manna samkomutakmark í Nevada, samkvæmt tilmælum frá Hvíta húsinu. Steve Sisolak, ríkisstjóri Nevada, sagði í yfirlýsingu rétt áður en fundurinn hófst að Trump „væri kærulaus og sjálfselskur í ákvörðunum sínum sem stefndu lífi óteljandi Nevadabúa í hættu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. 11. september 2020 15:14 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36
Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04
Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. 11. september 2020 15:14