Trump ávarpar grímulausa fundargesti: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 23:17 Stuðningsmenn Trump fagna komu hans á fjöldafundinn. AP Photo/Andrew Harnik Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. Þetta er fyrsti fjöldafundurinn sem Trump heldur innanhúss síðan í júní þegar hann hélt fjöldafund í Tulsa í Oklahoma sem vakti gríðarlega mikla athygli og var harðlega gagnrýndur. Þar var varla farið eftir sóttvarnareglum og var samkomunni í kjölfarið kennt um fjölda kórónuveirusmita sem komu upp hjá fundargestum. Donald Trump Bandaríkjaforeti talar við fundargestina sem sátu beint fyrir aftan hann og voru í mynd.AP Photo/Andrew Harnik Á fundinum í Las Vegas, sem haldinn var í gærkvöldi, var varla neinn fundargesta með grímur – það er – engir nema þeir sem sátu fyrir aftan forsetann og áttu von á því að vera í mynd, sem rata myndi í sjónvarp, samkvæmt fréttaflutningi AP. Þeim var gert að bera grímur en engum þeirra sem sátu í salnum fyrir framan forsetann var það skylt. „Við munum ekki loka landinu aftur. Lokun myndi eyðileggja líf og drauma milljóna Bandaríkjamanna,“ sagði Trump og bætti við: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni.“ Hann minntist ekkert á dánartíðni Covid-19 en nærri 200 þúsund Bandaríkjamenn hafa látist þegar þessi frétt er skrifuð og um þúsund til viðbótar deyja dag hvern. Í kjölfar fjöldafundarins í Tulsa ákvað kosningateymi Trump að breyta fyrirkomulaginu en Trump og kosningateymi hans voru harðlega gagnrýnd í kjölfar fundarins. Til þess var gripið að halda smærri fundi utandyra. Fundirnir hafa þó orðið fjölmennari á undanförnum vikum og hefur félagsforðun ekki verið viðhöfð og fáir borið grímur fyrir vitum. Grímulausir fundargestir á fjöldafundinum í Las Vegas í gær.AP Photo/Andrew Harnik Á sunnudag var ákveðið að halda aftur inn og segja starfsmenn Trump það vera vegna þess hve heitt hefur verið í Nevada undanfarna daga. Allir fundargestir voru hitamældir við komu og hvattir til að bera grímur en fáir gerðu það eins og áður segir. Síðan í maí hefur verið fimmtíu manna samkomutakmark í Nevada, samkvæmt tilmælum frá Hvíta húsinu. Steve Sisolak, ríkisstjóri Nevada, sagði í yfirlýsingu rétt áður en fundurinn hófst að Trump „væri kærulaus og sjálfselskur í ákvörðunum sínum sem stefndu lífi óteljandi Nevadabúa í hættu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. 11. september 2020 15:14 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. Þetta er fyrsti fjöldafundurinn sem Trump heldur innanhúss síðan í júní þegar hann hélt fjöldafund í Tulsa í Oklahoma sem vakti gríðarlega mikla athygli og var harðlega gagnrýndur. Þar var varla farið eftir sóttvarnareglum og var samkomunni í kjölfarið kennt um fjölda kórónuveirusmita sem komu upp hjá fundargestum. Donald Trump Bandaríkjaforeti talar við fundargestina sem sátu beint fyrir aftan hann og voru í mynd.AP Photo/Andrew Harnik Á fundinum í Las Vegas, sem haldinn var í gærkvöldi, var varla neinn fundargesta með grímur – það er – engir nema þeir sem sátu fyrir aftan forsetann og áttu von á því að vera í mynd, sem rata myndi í sjónvarp, samkvæmt fréttaflutningi AP. Þeim var gert að bera grímur en engum þeirra sem sátu í salnum fyrir framan forsetann var það skylt. „Við munum ekki loka landinu aftur. Lokun myndi eyðileggja líf og drauma milljóna Bandaríkjamanna,“ sagði Trump og bætti við: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni.“ Hann minntist ekkert á dánartíðni Covid-19 en nærri 200 þúsund Bandaríkjamenn hafa látist þegar þessi frétt er skrifuð og um þúsund til viðbótar deyja dag hvern. Í kjölfar fjöldafundarins í Tulsa ákvað kosningateymi Trump að breyta fyrirkomulaginu en Trump og kosningateymi hans voru harðlega gagnrýnd í kjölfar fundarins. Til þess var gripið að halda smærri fundi utandyra. Fundirnir hafa þó orðið fjölmennari á undanförnum vikum og hefur félagsforðun ekki verið viðhöfð og fáir borið grímur fyrir vitum. Grímulausir fundargestir á fjöldafundinum í Las Vegas í gær.AP Photo/Andrew Harnik Á sunnudag var ákveðið að halda aftur inn og segja starfsmenn Trump það vera vegna þess hve heitt hefur verið í Nevada undanfarna daga. Allir fundargestir voru hitamældir við komu og hvattir til að bera grímur en fáir gerðu það eins og áður segir. Síðan í maí hefur verið fimmtíu manna samkomutakmark í Nevada, samkvæmt tilmælum frá Hvíta húsinu. Steve Sisolak, ríkisstjóri Nevada, sagði í yfirlýsingu rétt áður en fundurinn hófst að Trump „væri kærulaus og sjálfselskur í ákvörðunum sínum sem stefndu lífi óteljandi Nevadabúa í hættu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. 11. september 2020 15:14 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36
Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04
Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. 11. september 2020 15:14