Veður

Von á næstu lægð á mið­viku­daginn

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgun.
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan spáir hægum vindi í dag þar sem reikna megi við skúrum á víð og dreif um landið. Hitinn verður víða fimm til tíu stig að deginum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á miðvikudag sé svo von á næstu lægð með hvössum suðlægum áttum þar sem fer að rigna, fyrst um landið vestanvert.

„Hlýnar, einkum þó fyrir norðan og austan. Síðan er gert ráð fyrir áframhaldandi sunnan- og suðvestanáttum með vætu sunnan og vestantil á landinu,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Vestlæg eða breytileg átt 3-8 og dálitlar skúrir V-til, en víða léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti 5 til 12 stig að deginum, mildast SA-lands.

Á miðvikudag: Vaxandi sunnanátt, 10-15 m/s og rigning, fyrst V-lands, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Hiti 7 til 12 stig.

Á fimmtudag: Suðvestan 8-15 og rigning eða skúrir, en úrkomulítið NA-til. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á NA-landi.

Á föstudag: Suðvestanátt og léttskýjað A-til, annars skýjað og smáskúrir. Hiti 7 til 12 stig.

Á laugardag: Vætusöm sunnan- og suðvestanátt, en úrkomuminna NA- og A-lands.

Á sunnudag: Útlit fyrir áframhaldandi suðvestlæga átt með vætu um landið vestanvert, en þurrt á NA- og A-landi. Heldur kólnandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.