Veður

Von á næstu lægð á mið­viku­daginn

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgun.
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan spáir hægum vindi í dag þar sem reikna megi við skúrum á víð og dreif um landið. Hitinn verður víða fimm til tíu stig að deginum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á miðvikudag sé svo von á næstu lægð með hvössum suðlægum áttum þar sem fer að rigna, fyrst um landið vestanvert.

„Hlýnar, einkum þó fyrir norðan og austan. Síðan er gert ráð fyrir áframhaldandi sunnan- og suðvestanáttum með vætu sunnan og vestantil á landinu,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Vestlæg eða breytileg átt 3-8 og dálitlar skúrir V-til, en víða léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti 5 til 12 stig að deginum, mildast SA-lands.

Á miðvikudag: Vaxandi sunnanátt, 10-15 m/s og rigning, fyrst V-lands, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Hiti 7 til 12 stig.

Á fimmtudag: Suðvestan 8-15 og rigning eða skúrir, en úrkomulítið NA-til. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á NA-landi.

Á föstudag: Suðvestanátt og léttskýjað A-til, annars skýjað og smáskúrir. Hiti 7 til 12 stig.

Á laugardag: Vætusöm sunnan- og suðvestanátt, en úrkomuminna NA- og A-lands.

Á sunnudag: Útlit fyrir áframhaldandi suðvestlæga átt með vætu um landið vestanvert, en þurrt á NA- og A-landi. Heldur kólnandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×