Erlent

Annað kórónuveirusmit staðfest á Tenerife

Eiður Þór Árnason skrifar
Nokkuð fár var fyrir framan H10 Costa Adeje Palace hótelið á Tenerife í dag.
Nokkuð fár var fyrir framan H10 Costa Adeje Palace hótelið á Tenerife í dag. Vísir/Ap

Tveir hafa nú greinst með kórónuveiruna á Tenerife en spænsk heilbrigðisyfirvöld segja að eiginkona ítalska læknisins sem reyndist smitaður hafi einnig greinst með veiruna.

Bæði dvöldu þau á H10 Costa Adeje Palace hótelinu á eyjunni en greining læknisins leiddi til þess að um þúsund gestir hótelsins voru settir í sóttkví en þeirra á meðal eru sjö Íslendingar.

Sjá einnig: Sjö Ís­lendingar í sótt­kví á Tenerife

Læknirinn er sagður vera frá Langbarðalandi, héraði á Norður-Ítalíu þar sem veiran hefur náð talsverðri útbreiðslu á stuttum tíma. Hann gaf sig fram á spítala eftir að hann fór að finna fyrir einkennum veirunnar og hafði verið um viku á Tenerife.

Var það fyrsta tilfellið sem upp kom á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Læknirinn er nú í sóttkví á spítala.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×