Erlent

Annað kórónuveirusmit staðfest á Tenerife

Eiður Þór Árnason skrifar
Nokkuð fár var fyrir framan H10 Costa Adeje Palace hótelið á Tenerife í dag.
Nokkuð fár var fyrir framan H10 Costa Adeje Palace hótelið á Tenerife í dag. Vísir/Ap

Tveir hafa nú greinst með kórónuveiruna á Tenerife en spænsk heilbrigðisyfirvöld segja að eiginkona ítalska læknisins sem reyndist smitaður hafi einnig greinst með veiruna.

Bæði dvöldu þau á H10 Costa Adeje Palace hótelinu á eyjunni en greining læknisins leiddi til þess að um þúsund gestir hótelsins voru settir í sóttkví en þeirra á meðal eru sjö Íslendingar.

Sjá einnig: Sjö Ís­lendingar í sótt­kví á Tenerife

Læknirinn er sagður vera frá Langbarðalandi, héraði á Norður-Ítalíu þar sem veiran hefur náð talsverðri útbreiðslu á stuttum tíma. Hann gaf sig fram á spítala eftir að hann fór að finna fyrir einkennum veirunnar og hafði verið um viku á Tenerife.

Var það fyrsta tilfellið sem upp kom á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Læknirinn er nú í sóttkví á spítala.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.