Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2020 11:45 Anna Sigrún Baldursdóttir fyrir utan hótelið umrædda. Anna Sigrún/Lóa Pind Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir traustvekjandi að fylgjast með aðgerðum heilbrigðisyfirvalda á Tenerife vegna gruns um kórónaveiru-smit á eyjunni. Greint hefur verið frá því að ítalskur læknir sem var á Tenerife sé smitaður af Covid-19 sjúkdómnum og hafi verið á hóteli á Tenerife sem Íslendingar eru fastagestir á. Um er að ræða hótelið H10 Costa Adeje Palace-hótelið en þar eru sjö Íslendingar sagðir í sóttkví. Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, er stödd á Tenerife ásamt maka sínum. Í morgun fór hún út að hlaupa og villtist af leið. Hún endaði hjá hótelinu umrædda sem er í sóttkví og tók þar nokkrar myndir. Þar mátti sjá lögreglubíla og rútur sem höfðu umkringt hótelinnganginn. Fjölmiðlar eru áberandi á svæðinu. Greinilegt sé að viðbúnaður er mikill vegna smitsins. Frá aðgerðum lögreglu við hótelið.Vísir/Lóa Pind „Ég sá þarna fólk í hótelgarðinum sem reyndi að fara úr honum,“ segir Anna en gestirnir komust hvergi vegna lögreglumanna. „Þetta er eins og að horfa upp á hernaðarviðbragð að fylgjast með þessu,“ segir Anna. Hún bar þessi viðbrögð undir yfirmann smitvarna á Landspítalanum sem tjáði henni að viðbrögð yfirvalda á Tenerife væru mjög afgerandi og kórrétt. Anna segist í kjölfarið hafa farið út í búð og keypt handspritt og aðrar vörur til að forðast líkur á smiti. Á viku eftir á Tene Hún á viku eftir af dvöl sinni á Tenerife en segist ekki hafa hugað alvarlega að snemmbúinni heimför, þó það hafi flogið í gegnum huga hennar í morgun. „Við sjáum hvernig málin þróast,“ segir Anna í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta vera traustvekjandi aðgerðir. Ég myndi auðvitað ekki vilja vera í hópi þeirra sem eru í sóttkví á hótelinu. En viðbrögðin eru mjög afgerandi. Það er eina leiðin til að hemja þetta,“ segir Anna. Hún tekur fram að mikill sandstormur hafi verið á sunnudag og því fólk meira á ferðinni í gær en vanalega. „Það er kannski aðeins áhyggjuefni,“ segir Anna. Grunur um smitið kom upp seint í gærkvöldi en Anna segir að brugðist hafi verið við fljótt og örugglega. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir traustvekjandi að fylgjast með aðgerðum heilbrigðisyfirvalda á Tenerife vegna gruns um kórónaveiru-smit á eyjunni. Greint hefur verið frá því að ítalskur læknir sem var á Tenerife sé smitaður af Covid-19 sjúkdómnum og hafi verið á hóteli á Tenerife sem Íslendingar eru fastagestir á. Um er að ræða hótelið H10 Costa Adeje Palace-hótelið en þar eru sjö Íslendingar sagðir í sóttkví. Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, er stödd á Tenerife ásamt maka sínum. Í morgun fór hún út að hlaupa og villtist af leið. Hún endaði hjá hótelinu umrædda sem er í sóttkví og tók þar nokkrar myndir. Þar mátti sjá lögreglubíla og rútur sem höfðu umkringt hótelinnganginn. Fjölmiðlar eru áberandi á svæðinu. Greinilegt sé að viðbúnaður er mikill vegna smitsins. Frá aðgerðum lögreglu við hótelið.Vísir/Lóa Pind „Ég sá þarna fólk í hótelgarðinum sem reyndi að fara úr honum,“ segir Anna en gestirnir komust hvergi vegna lögreglumanna. „Þetta er eins og að horfa upp á hernaðarviðbragð að fylgjast með þessu,“ segir Anna. Hún bar þessi viðbrögð undir yfirmann smitvarna á Landspítalanum sem tjáði henni að viðbrögð yfirvalda á Tenerife væru mjög afgerandi og kórrétt. Anna segist í kjölfarið hafa farið út í búð og keypt handspritt og aðrar vörur til að forðast líkur á smiti. Á viku eftir á Tene Hún á viku eftir af dvöl sinni á Tenerife en segist ekki hafa hugað alvarlega að snemmbúinni heimför, þó það hafi flogið í gegnum huga hennar í morgun. „Við sjáum hvernig málin þróast,“ segir Anna í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta vera traustvekjandi aðgerðir. Ég myndi auðvitað ekki vilja vera í hópi þeirra sem eru í sóttkví á hótelinu. En viðbrögðin eru mjög afgerandi. Það er eina leiðin til að hemja þetta,“ segir Anna. Hún tekur fram að mikill sandstormur hafi verið á sunnudag og því fólk meira á ferðinni í gær en vanalega. „Það er kannski aðeins áhyggjuefni,“ segir Anna. Grunur um smitið kom upp seint í gærkvöldi en Anna segir að brugðist hafi verið við fljótt og örugglega.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira