Sendiherra Íslands finnur fyrir hertu taki Kínverja á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2020 10:45 Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Vísir/Getty Yfirvöld Kína hafa hert tak þeirra á internetinu og fjölmiðlum í landinu með því markmiði að ná tökum á aðgengi Kínverja að umfjöllum um Covid-19 veiruna svokölluðu. Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Fyrir vikið eiga almennir Kínverjar og aðrir mun erfiðara með að komast á ritskoðuð vefsvæði eins og Google, Twitter og erlenda fjölmiðla. Facebook hefur þó að mestu verið aðgengilegt í Kína undanfarin ár. Segja má að hinn víðfrægi eldveggur Kína hafi verið styrktur eða hækkaður. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, segir í færslu á Facebook í dag að bið gæti orðið eftir skilaboðum frá honum vegna þessa. Í frétt Financial Times segir að fyrr í þessum mánuði hafi ríkið sent 300 „blaðamenn“ til Hubei-héraðs, þar sem veiran stakk fyrst upp kollinum, á sama tíma og erlendum blaðamönnum var vísað á brott vegna sóttkvíar. Vantraust almennra borgara á áróður ríkisins virðist þó hafa aukist á undanförnum vikum. Sérstaklega eftir að í ljós kom að læknar sem reyndu að hringja viðvörunarbjöllum vegna Covid-19 voru þvingaðir af yfirvöldum til að skrifa undir bréf þar sem þeir játuðu falskar fullyrðingar og þaggað var niður í þeim. Einn þeirra, Li Wenliang, dó svo vegna veirunnar. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Undanfarnar vikur eru ummerki um að Kínverjar hafi sífellt meira leitað til erlendra fjölmiðla og virðast yfirvöld Kína vinna að því að halda aftur af þeirri þróun. Á sama tíma stofnaði Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína, Twittersíðu á dögunum, jafnvel þó almenningur í Kína fái ekki aðgang að Twitter. Samkvæmt FT er þetta fyrsta Twitter-síða opinbers talsmanns stofnunar í Kína. Í fyrsta tísti hennar, sem hún birti þann 14. febrúar, skrifaði hún að enginn vetur vari að eilífu. Vorið komi alltaf aftur. Aðrir notendur Twitter hafa spurt Hua hvaða VPN-þjónustu hún notist við til að fá aðgang að Twitter. Íslendingar erlendis Kína Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa hert tak þeirra á internetinu og fjölmiðlum í landinu með því markmiði að ná tökum á aðgengi Kínverja að umfjöllum um Covid-19 veiruna svokölluðu. Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Fyrir vikið eiga almennir Kínverjar og aðrir mun erfiðara með að komast á ritskoðuð vefsvæði eins og Google, Twitter og erlenda fjölmiðla. Facebook hefur þó að mestu verið aðgengilegt í Kína undanfarin ár. Segja má að hinn víðfrægi eldveggur Kína hafi verið styrktur eða hækkaður. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, segir í færslu á Facebook í dag að bið gæti orðið eftir skilaboðum frá honum vegna þessa. Í frétt Financial Times segir að fyrr í þessum mánuði hafi ríkið sent 300 „blaðamenn“ til Hubei-héraðs, þar sem veiran stakk fyrst upp kollinum, á sama tíma og erlendum blaðamönnum var vísað á brott vegna sóttkvíar. Vantraust almennra borgara á áróður ríkisins virðist þó hafa aukist á undanförnum vikum. Sérstaklega eftir að í ljós kom að læknar sem reyndu að hringja viðvörunarbjöllum vegna Covid-19 voru þvingaðir af yfirvöldum til að skrifa undir bréf þar sem þeir játuðu falskar fullyrðingar og þaggað var niður í þeim. Einn þeirra, Li Wenliang, dó svo vegna veirunnar. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Undanfarnar vikur eru ummerki um að Kínverjar hafi sífellt meira leitað til erlendra fjölmiðla og virðast yfirvöld Kína vinna að því að halda aftur af þeirri þróun. Á sama tíma stofnaði Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína, Twittersíðu á dögunum, jafnvel þó almenningur í Kína fái ekki aðgang að Twitter. Samkvæmt FT er þetta fyrsta Twitter-síða opinbers talsmanns stofnunar í Kína. Í fyrsta tísti hennar, sem hún birti þann 14. febrúar, skrifaði hún að enginn vetur vari að eilífu. Vorið komi alltaf aftur. Aðrir notendur Twitter hafa spurt Hua hvaða VPN-þjónustu hún notist við til að fá aðgang að Twitter.
Íslendingar erlendis Kína Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira