Sendiherra Íslands finnur fyrir hertu taki Kínverja á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2020 10:45 Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Vísir/Getty Yfirvöld Kína hafa hert tak þeirra á internetinu og fjölmiðlum í landinu með því markmiði að ná tökum á aðgengi Kínverja að umfjöllum um Covid-19 veiruna svokölluðu. Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Fyrir vikið eiga almennir Kínverjar og aðrir mun erfiðara með að komast á ritskoðuð vefsvæði eins og Google, Twitter og erlenda fjölmiðla. Facebook hefur þó að mestu verið aðgengilegt í Kína undanfarin ár. Segja má að hinn víðfrægi eldveggur Kína hafi verið styrktur eða hækkaður. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, segir í færslu á Facebook í dag að bið gæti orðið eftir skilaboðum frá honum vegna þessa. Í frétt Financial Times segir að fyrr í þessum mánuði hafi ríkið sent 300 „blaðamenn“ til Hubei-héraðs, þar sem veiran stakk fyrst upp kollinum, á sama tíma og erlendum blaðamönnum var vísað á brott vegna sóttkvíar. Vantraust almennra borgara á áróður ríkisins virðist þó hafa aukist á undanförnum vikum. Sérstaklega eftir að í ljós kom að læknar sem reyndu að hringja viðvörunarbjöllum vegna Covid-19 voru þvingaðir af yfirvöldum til að skrifa undir bréf þar sem þeir játuðu falskar fullyrðingar og þaggað var niður í þeim. Einn þeirra, Li Wenliang, dó svo vegna veirunnar. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Undanfarnar vikur eru ummerki um að Kínverjar hafi sífellt meira leitað til erlendra fjölmiðla og virðast yfirvöld Kína vinna að því að halda aftur af þeirri þróun. Á sama tíma stofnaði Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína, Twittersíðu á dögunum, jafnvel þó almenningur í Kína fái ekki aðgang að Twitter. Samkvæmt FT er þetta fyrsta Twitter-síða opinbers talsmanns stofnunar í Kína. Í fyrsta tísti hennar, sem hún birti þann 14. febrúar, skrifaði hún að enginn vetur vari að eilífu. Vorið komi alltaf aftur. Aðrir notendur Twitter hafa spurt Hua hvaða VPN-þjónustu hún notist við til að fá aðgang að Twitter. Íslendingar erlendis Kína Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa hert tak þeirra á internetinu og fjölmiðlum í landinu með því markmiði að ná tökum á aðgengi Kínverja að umfjöllum um Covid-19 veiruna svokölluðu. Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Fyrir vikið eiga almennir Kínverjar og aðrir mun erfiðara með að komast á ritskoðuð vefsvæði eins og Google, Twitter og erlenda fjölmiðla. Facebook hefur þó að mestu verið aðgengilegt í Kína undanfarin ár. Segja má að hinn víðfrægi eldveggur Kína hafi verið styrktur eða hækkaður. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, segir í færslu á Facebook í dag að bið gæti orðið eftir skilaboðum frá honum vegna þessa. Í frétt Financial Times segir að fyrr í þessum mánuði hafi ríkið sent 300 „blaðamenn“ til Hubei-héraðs, þar sem veiran stakk fyrst upp kollinum, á sama tíma og erlendum blaðamönnum var vísað á brott vegna sóttkvíar. Vantraust almennra borgara á áróður ríkisins virðist þó hafa aukist á undanförnum vikum. Sérstaklega eftir að í ljós kom að læknar sem reyndu að hringja viðvörunarbjöllum vegna Covid-19 voru þvingaðir af yfirvöldum til að skrifa undir bréf þar sem þeir játuðu falskar fullyrðingar og þaggað var niður í þeim. Einn þeirra, Li Wenliang, dó svo vegna veirunnar. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Undanfarnar vikur eru ummerki um að Kínverjar hafi sífellt meira leitað til erlendra fjölmiðla og virðast yfirvöld Kína vinna að því að halda aftur af þeirri þróun. Á sama tíma stofnaði Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína, Twittersíðu á dögunum, jafnvel þó almenningur í Kína fái ekki aðgang að Twitter. Samkvæmt FT er þetta fyrsta Twitter-síða opinbers talsmanns stofnunar í Kína. Í fyrsta tísti hennar, sem hún birti þann 14. febrúar, skrifaði hún að enginn vetur vari að eilífu. Vorið komi alltaf aftur. Aðrir notendur Twitter hafa spurt Hua hvaða VPN-þjónustu hún notist við til að fá aðgang að Twitter.
Íslendingar erlendis Kína Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Sjá meira