Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 07:19 Læknirinn Li Wenliang varaði við veirunni í desember. Weibo Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. Li Wenliang var 34 ára gamall augnlæknir á sjúkrahúsi í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín. Hann sendi öðrum læknum viðvörun vegna útbreiðslu kórónuveirunnar 30. desember. Ráðlagði hann læknunum að klæðast hlífðarklæðum til að forðast smit. Sjá einnig: Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Lögreglumenn höfðu í kjölfarið afskipti af Li og skipuðu honum að hætta því. Li var látinn skrifar undir bréf þar sem hann var sakaður um að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Yfirvöld báðu Li síðar afsökunar. Skömmu síðar smitaðist Li af veirunni. Hann greindist loks með hana 30. janúar, veiktist alvarlega og lést í gær. „Ég skil ekki“ Kínverjar minnast nú Li í færslum á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á miðlinum í gær og notendur kröfðu margir kínversk yfirvöld um frekari afsökunarbeiðni vegna málsins og sökuðu embættismenn um þöggunartilburði. Þá var einnig töluvert um það að fólk birti myndir af sér með skurðgrímur fyrir vitunum í minningu Li. Á skurðgrímurnar hafði gjarnan verið ritað: „Ég skil ekki“ eða „Við munum aldrei gleyma“. Notendur notuðu jafnframt margir tækifærið til að berjast fyrir auknu tjáningarfrelsi í Kína en færslur þess efnis hlutu ekki náð fyrir augum lögreglu og voru fjarlægðar, að því er segir í frétt Guardian um málið. Tvær helstu stofnanir spillingarlögreglu í Kína brugðust báðar við málinu með sameiginlegri yfirlýsingu á vefsíðum sínum í gær. Yfirlýsingin var stutt; í henni kom einungis fram að fulltrúar stofnananna yrðu sendir til Wuhan til að rannsaka þau „vandamál sem almenningur hefði vakið máls á varðandi Li Wenliang, lækni“. Yfirvöld í Kína hafa áður viðurkennt alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni. Þá hefur ítrekað verið greint frá óánægju Kínverja í garð stjórnvalda og þau sökuð um að gera lítið úr alvarleika faraldursins. Þá eru embættismenn sagðir hafa jafnvel gengið svo langt að þagga niður fréttir af veirunni, nú síðast í kringum andlát læknisins. Wuhan-veiran breiðist hratt út. Alls eru nú 636 látnir af völdum hennar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. Li Wenliang var 34 ára gamall augnlæknir á sjúkrahúsi í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín. Hann sendi öðrum læknum viðvörun vegna útbreiðslu kórónuveirunnar 30. desember. Ráðlagði hann læknunum að klæðast hlífðarklæðum til að forðast smit. Sjá einnig: Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Lögreglumenn höfðu í kjölfarið afskipti af Li og skipuðu honum að hætta því. Li var látinn skrifar undir bréf þar sem hann var sakaður um að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Yfirvöld báðu Li síðar afsökunar. Skömmu síðar smitaðist Li af veirunni. Hann greindist loks með hana 30. janúar, veiktist alvarlega og lést í gær. „Ég skil ekki“ Kínverjar minnast nú Li í færslum á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á miðlinum í gær og notendur kröfðu margir kínversk yfirvöld um frekari afsökunarbeiðni vegna málsins og sökuðu embættismenn um þöggunartilburði. Þá var einnig töluvert um það að fólk birti myndir af sér með skurðgrímur fyrir vitunum í minningu Li. Á skurðgrímurnar hafði gjarnan verið ritað: „Ég skil ekki“ eða „Við munum aldrei gleyma“. Notendur notuðu jafnframt margir tækifærið til að berjast fyrir auknu tjáningarfrelsi í Kína en færslur þess efnis hlutu ekki náð fyrir augum lögreglu og voru fjarlægðar, að því er segir í frétt Guardian um málið. Tvær helstu stofnanir spillingarlögreglu í Kína brugðust báðar við málinu með sameiginlegri yfirlýsingu á vefsíðum sínum í gær. Yfirlýsingin var stutt; í henni kom einungis fram að fulltrúar stofnananna yrðu sendir til Wuhan til að rannsaka þau „vandamál sem almenningur hefði vakið máls á varðandi Li Wenliang, lækni“. Yfirvöld í Kína hafa áður viðurkennt alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni. Þá hefur ítrekað verið greint frá óánægju Kínverja í garð stjórnvalda og þau sökuð um að gera lítið úr alvarleika faraldursins. Þá eru embættismenn sagðir hafa jafnvel gengið svo langt að þagga niður fréttir af veirunni, nú síðast í kringum andlát læknisins. Wuhan-veiran breiðist hratt út. Alls eru nú 636 látnir af völdum hennar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28
Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09