Erlent

Kína viður­kennir ann­marka á við­brögðum við Wu­han-veirunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Meðlimir í Forsætisnefnd Kína með Xi Jinping, forseta landsins, í forgrunni.
Meðlimir í Forsætisnefnd Kína með Xi Jinping, forseta landsins, í forgrunni. getty/Feng Li

Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Búið er að fyrirskipa að mörkuðum, þar sem verslað er með lifandi dýr og veiran kom fyrst upp á, verði lokað.

Meira en sautján þúsund tilfelli af veirunni hafa verið staðfest í Kína og 361 staðfest dauðsföll. Meira en 150 tilfelli hafa komið upp annars staðar í heiminum og eitt dauðsfall á Filippseyjum.

Fjöldi dauðsfalla á meginlandi Kína af völdum veirunnar eru nú orðin fleiri en dauðsföllin 349 vegna SARS faraldursins sem geisaði árin 2002 og 2003.

Á fundi Forsætisnefndar Kína á mánudag var ástandið rætt og var þar meðal annars rætt að reglugerðir í kring um dýramarkaði þyrfti að herða og að banna ætti verslun með villt dýr alveg.

Talið er að veiran eigi upptök sín á markaði í Wuhan. Á mánudaginn greindu kínverskir vísindamenn frá því að líklega ætti veiran uppruna sinn að rekja til leðurblaka.


Tengdar fréttir

Kína sakar Banda­ríkin um að ala á ótta

Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn.

Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest

Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×