Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 13:28 Læknirinn Li Wenliang varaði við veirunni í desember. Weibo Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. Li var í kjölfarið ávítaður af lögreglu fyrir að „bera út slúður“ en í byrjun febrúar veiktist hann sjálfur alvarlega af völdum veirunnar. Alls eru nú 425 látnir af völdum veirunnar og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest á heimsvísu, langflest þó í Kína. Veirunnar varð fyrst vart í Wuhan í desember þegar fólk tók að veikjast af óþekktri öndunarfærasýkingu. Bað vini sína að hafa varann á Bæði BBC og CNN ræða við umræddan lækni, Li Wenliang, í fréttum sínum í dag. Li vakti fyrst máls á veirunni, sem þá var óþekkt, þann 30. desember síðastliðinn. Þá sendi hann bekkjarfélögum sínum úr læknisfræðinni skilaboð í gegnum spjallforritið WeChat þar sem hann sagði frá því að sjö einstaklingar hefðu verið greindir með veikindi af völdum veiru sem líktist SARS-veirunni. Þessir einstaklingar væru í einangrun á sjúkrahúsi í Wuhan. Li sagði að veiran væri að öllum líkindum afbrigði af kórónaveirunni og bað vini sína að hafa varann á. Skjáskot af samtalinu fóru í kjölfarið eins og eldur í sinu um netheima í Kína. Nafn Li fylgdi með. Í frétt CNN kemur fram að sama dag og Li sendi vinum sínum skilaboð hafi heilbrigðisyfirvöld í Wuhan gefið út varúðartilkynningu vegna „óþekktrar lungnabólgu“ sem greinst hafði á sjúkrahúsi þar í borg. Í tilkynningunni var jafnframt tekið fram að engar upplýsingar mætti gefa um hin dularfullu veikindi án tilskilinna leyfa. Á gamlársdag var Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni tilkynnt um faraldurinn. Lagður inn á gjörgæslu Li var þó alls ekki laus allra mála. Hann segir að skömmu eftir að skjáskotin fóru í dreifingu hafi lögregla í Wuhan sakað hann um að bera út slúður. Þann 3. janúar var hann svo aftur ávítaður af lögreglu fyrir að „dreifa slúðri á netinu“ og „valda alvarlegum glundroða í samfélaginu“. Þá var hann einnig látinn skrifa undir yfirlýsingu þar sem hann viðurkenndi „misgjörðir“ sínar og hét því að verða aldrei uppvís að slíku aftur. Li sneri svo aftur til vinnu á sjúkrahúsinu í Wuhan og lýsir því að honum hafi fundist hann algjörlega hjálparvana. Þann 10. janúar byrjaði Li svo að finna fyrir einkennum hinnar nýju kórónaveiru eftir að hafa sinnt sjúklingi á spítalanum. Hann varð í kjölfarið alvarlega veikur og var lagður inn á gjörgæslu. 1. febrúar var hann greindur með kórónaveirusmit. Kínversk yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa tekið illa á málum í árdaga útbreiðslu veirunnar. Þannig tilkynnti lögregla í Wuhan að hún hefði beitt lagalegum þvingunum gegn átta einstaklingum vegna „slúðurs“ um hina óþekktu lungnabólgu sem þeir hefðu birt og dreift á netinu. Ekki er ljóst hvort Li var einn þeirra en Hæstiréttur í Kína hefur nú ávítað stjórnvöld fyrir meðferðina á hópnum. Skýrt þykir að viðvaranir fólksins hefðu getað komið sér vel í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar í upphafi. Forsætisnefnd Kína viðurkenndi í gærkvöldi alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni, sem talin er eiga upptök sín á markaði í Wuhan. Áður hefur verið greint frá óánægju Kínverja í garð stjórnvalda og þau sökuð um að gera lítið úr alvarleika faraldursins. Þá eru embættismenn sagðir hafa jafnvel gengið svo langt að þagga niður fréttir af veirunni. Umfjöllun CNN. Umfjöllun BBC. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32 Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07 Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. Li var í kjölfarið ávítaður af lögreglu fyrir að „bera út slúður“ en í byrjun febrúar veiktist hann sjálfur alvarlega af völdum veirunnar. Alls eru nú 425 látnir af völdum veirunnar og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest á heimsvísu, langflest þó í Kína. Veirunnar varð fyrst vart í Wuhan í desember þegar fólk tók að veikjast af óþekktri öndunarfærasýkingu. Bað vini sína að hafa varann á Bæði BBC og CNN ræða við umræddan lækni, Li Wenliang, í fréttum sínum í dag. Li vakti fyrst máls á veirunni, sem þá var óþekkt, þann 30. desember síðastliðinn. Þá sendi hann bekkjarfélögum sínum úr læknisfræðinni skilaboð í gegnum spjallforritið WeChat þar sem hann sagði frá því að sjö einstaklingar hefðu verið greindir með veikindi af völdum veiru sem líktist SARS-veirunni. Þessir einstaklingar væru í einangrun á sjúkrahúsi í Wuhan. Li sagði að veiran væri að öllum líkindum afbrigði af kórónaveirunni og bað vini sína að hafa varann á. Skjáskot af samtalinu fóru í kjölfarið eins og eldur í sinu um netheima í Kína. Nafn Li fylgdi með. Í frétt CNN kemur fram að sama dag og Li sendi vinum sínum skilaboð hafi heilbrigðisyfirvöld í Wuhan gefið út varúðartilkynningu vegna „óþekktrar lungnabólgu“ sem greinst hafði á sjúkrahúsi þar í borg. Í tilkynningunni var jafnframt tekið fram að engar upplýsingar mætti gefa um hin dularfullu veikindi án tilskilinna leyfa. Á gamlársdag var Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni tilkynnt um faraldurinn. Lagður inn á gjörgæslu Li var þó alls ekki laus allra mála. Hann segir að skömmu eftir að skjáskotin fóru í dreifingu hafi lögregla í Wuhan sakað hann um að bera út slúður. Þann 3. janúar var hann svo aftur ávítaður af lögreglu fyrir að „dreifa slúðri á netinu“ og „valda alvarlegum glundroða í samfélaginu“. Þá var hann einnig látinn skrifa undir yfirlýsingu þar sem hann viðurkenndi „misgjörðir“ sínar og hét því að verða aldrei uppvís að slíku aftur. Li sneri svo aftur til vinnu á sjúkrahúsinu í Wuhan og lýsir því að honum hafi fundist hann algjörlega hjálparvana. Þann 10. janúar byrjaði Li svo að finna fyrir einkennum hinnar nýju kórónaveiru eftir að hafa sinnt sjúklingi á spítalanum. Hann varð í kjölfarið alvarlega veikur og var lagður inn á gjörgæslu. 1. febrúar var hann greindur með kórónaveirusmit. Kínversk yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa tekið illa á málum í árdaga útbreiðslu veirunnar. Þannig tilkynnti lögregla í Wuhan að hún hefði beitt lagalegum þvingunum gegn átta einstaklingum vegna „slúðurs“ um hina óþekktu lungnabólgu sem þeir hefðu birt og dreift á netinu. Ekki er ljóst hvort Li var einn þeirra en Hæstiréttur í Kína hefur nú ávítað stjórnvöld fyrir meðferðina á hópnum. Skýrt þykir að viðvaranir fólksins hefðu getað komið sér vel í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar í upphafi. Forsætisnefnd Kína viðurkenndi í gærkvöldi alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni, sem talin er eiga upptök sín á markaði í Wuhan. Áður hefur verið greint frá óánægju Kínverja í garð stjórnvalda og þau sökuð um að gera lítið úr alvarleika faraldursins. Þá eru embættismenn sagðir hafa jafnvel gengið svo langt að þagga niður fréttir af veirunni. Umfjöllun CNN. Umfjöllun BBC.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32 Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07 Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17
Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32
Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07
Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02