Veður

Allt að 23 stiga hiti í inn­sveitum norðan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 15 eins og það leit úr í morgun.
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 15 eins og það leit úr í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan spáir hægri, breytilegri átt eða hafgolu í dag, en suðaustan 5 til 10 metrum á sekúndu á suðurströndinni.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að áfram verði bjart að mestu, en skýjað um sunnanvert landið. Líkur séu á stöku síðdegisskúrum vestanlands. Hitinn verður á bilinu 12 til 18 stig, en muni ná allt að 23 stigum í innsveitum norðanlands.

„Síðan snýst í norðaustlæga átt á morgun, 5-13 m/s, hvassast norðvestanlands og við austurströndina. Skýjað að mestu og dálitlar skúrir, einkum sunnantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Vesturlandi,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvestanlands og við austurströndina. Skýjað að mestu og dálitlar skúrir, einkum sunnantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á miðvikudag: Norðaustan 8-13 m/s, en heldur hægari norðaustan- og austanlands. Dálítil rigning sunnantil og skýjað um norðaustanvert landið, annars bjart með köflum. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á fimmtudag: Norðaustan 5-10 en 10-15 m/s við suðausturströndina. Skýjað norðaustantil, en bjart með köflum annarsstaðar. Hiti frá 5 stigum í innsveitum norðaustanlands upp í 15 stig á Suðurvesturlandi.

Á föstudag: Norðaustanátt og dálítil rigning á austanverðu landinu en skýjað með köflum vestantil. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Norðanátt og áfram dálítil rigning austantil á landinu, annars skýjað með köflum og þurrt að mestu. Áfram svipaður hiti.

Á sunnudag: Útlit fyrir fermur hæga norðaustlæga eða breytilega átt. Skýjað og þurrt að kalla, lítilsháttar væta syðst en bjart með köflum um vestanvert landið. Kólnar lítillega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×