Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 08:32 Frá byggingu spítala sem rís nú í Wuhan fyrir sjúklinga sem smitast hafa af veirunni. Bygging hófst fyrir nokkrum dögum og mun ljúka innan fárra daga. Vísir/getty Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. Tilkynnt var um 15 andlát til viðbótar við þau 26 sem þegar höfðu verið skráð í Hubei-héraði í Kína í dag, þar sem veiran á upptök sín. Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa átt í erfiðleikum með að hefta útbreiðslu veirunnar vegna nýársfögnuðar Kínverja sem nú stendur yfir – með tilheyrandi ferðalögum. Kínverjar fagna nýju ári í dag, 25. janúar 2020. Í frétt BBC segir að staðfest hafi verið 1200 tilfelli af Wuhan-veirunni í Kína. Veiran hefur einnig greinst í Evrópu en þrjú smit hafa verið staðfest í Frakklandi. Grunur var um að veiran hefði greinst í Finnlandi en það reyndist ekki rétt. Þá hafa tveir greinst í Bandaríkjunum og fyrsta smitið í Ástralíu hefur einnig verið staðfest. Þá rannsaka yfirvöld í Bretlandi nokkur tilfelli þar sem grunur leikur á að um smit sé að ræða, auk þess sem reynt er að rekja ferðir um tvö þúsund manns sem komið hafa til Bretlands frá Hubei-héraði á síðustu vikum. Kínverjar hafa gripið til víðtækra ráðstafana vegna Wuhan-veirunnar. Borginni Wuhan, þar sem veiran á upptök sín, hefur verið lokað og allar samgöngur til, frá og í borginni liggja niðri. Nýr spítali rís nú í borginni fyrir sjúklinga en BBC hefur eftir kínverskum miðlum að hann gæti verið tilbúin innan sex daga. Á Íslandi hefur einnig verið gripið til ráðstafana. Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli, auk þess sem allar heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið hvattar til að uppfæra viðbragðsáætlanir sínar. Þá hefur Ferðamálastofa verið virkjuð til að koma upplýsingum til ferðamanna á framfæri. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43 Unnið eftir viðbragðsáætlun vegna Wuhan-veirunnar Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem dregið hefur 26 til bana á heimsvísu. 24. janúar 2020 12:52 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. Tilkynnt var um 15 andlát til viðbótar við þau 26 sem þegar höfðu verið skráð í Hubei-héraði í Kína í dag, þar sem veiran á upptök sín. Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa átt í erfiðleikum með að hefta útbreiðslu veirunnar vegna nýársfögnuðar Kínverja sem nú stendur yfir – með tilheyrandi ferðalögum. Kínverjar fagna nýju ári í dag, 25. janúar 2020. Í frétt BBC segir að staðfest hafi verið 1200 tilfelli af Wuhan-veirunni í Kína. Veiran hefur einnig greinst í Evrópu en þrjú smit hafa verið staðfest í Frakklandi. Grunur var um að veiran hefði greinst í Finnlandi en það reyndist ekki rétt. Þá hafa tveir greinst í Bandaríkjunum og fyrsta smitið í Ástralíu hefur einnig verið staðfest. Þá rannsaka yfirvöld í Bretlandi nokkur tilfelli þar sem grunur leikur á að um smit sé að ræða, auk þess sem reynt er að rekja ferðir um tvö þúsund manns sem komið hafa til Bretlands frá Hubei-héraði á síðustu vikum. Kínverjar hafa gripið til víðtækra ráðstafana vegna Wuhan-veirunnar. Borginni Wuhan, þar sem veiran á upptök sín, hefur verið lokað og allar samgöngur til, frá og í borginni liggja niðri. Nýr spítali rís nú í borginni fyrir sjúklinga en BBC hefur eftir kínverskum miðlum að hann gæti verið tilbúin innan sex daga. Á Íslandi hefur einnig verið gripið til ráðstafana. Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli, auk þess sem allar heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið hvattar til að uppfæra viðbragðsáætlanir sínar. Þá hefur Ferðamálastofa verið virkjuð til að koma upplýsingum til ferðamanna á framfæri.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43 Unnið eftir viðbragðsáætlun vegna Wuhan-veirunnar Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem dregið hefur 26 til bana á heimsvísu. 24. janúar 2020 12:52 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43
Unnið eftir viðbragðsáætlun vegna Wuhan-veirunnar Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem dregið hefur 26 til bana á heimsvísu. 24. janúar 2020 12:52
Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33
Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41