Erlent

Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Mikill viðbúnaður er víða í Kína.
Mikill viðbúnaður er víða í Kína. AP/Mark Schiefelbein

Kínverjar hafa lagt ferðabann á íbúa átta borga til viðbótar við þær tvær sem lokað var í gær til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan veirunnar sem nú geisar í landinu. Allar eru borgirnar í Hubei héraði í miðhluta Kína þar sem veiran virðist hafa átt upptök sín. 26 hafa látið lífið vegna veirunnar.

Í gær lét maður lífið af völdum veirunnar í næsta héraði, Hebei, en það var í fyrsta sinn sem dauðsfall verður utan Hubei. Og síðar um daginn var annað dauðsfall utan Hubei einnig staðfest í héraðinu Heilongjiang, sem er við rússnesku landamærin og í meira en tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá Wuhan.

830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. Samkvæmt AP fréttaveitunni nær ferðabannið nú yfir um 25 milljónir manna.

Fyrir utan Wuhan hefur ferðabann verið sett á í Ezhou, Huanggang, Chibi, Qianjiang, Zhijiang, Jingmen og Xiantao.

Gripið hefur verið til aðgerða víða um Kína. Til dæmis hafa flestir viðburðir vegna áramótanna verið felldir niður í Peking, höfuðborg landsins, og vinsælum ferðamannastöðum verður lokað.

Lang flest tilfellin hafa greinst í Kína. Tveir eru smitaðir í bæði Suður-Kóreu og Japan. Þá hafa smit greinst í Hong Kong, Macao, Taívan, Bandaríkjunum, Taílandi, Singapúr og Víetnam.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.