Beðið eftir hvað Íranar geri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. janúar 2020 18:45 Íraska þingið vill erlend herlið burt frá landinu. AP/U.S.Army Írakska þingið samþykkti nú síðdegis ályktun að allt erlent herlið sem dvalið hefur í landinu yfirgefi landið og banni erlendum hersveitum að nýta sér landhelgi Íraks með nokkrum hætti. Leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsettur hershöfðingi í Íran var drepinn. Spenna eykst fyrir botni Persaflóa frá því Qasem Soleimani, einn æðsti ráðamaður Írans var ráðinn af dögum í Bagdad í Írak á föstudag, að skipan Donald Trumps, Bandaríkjaforseta. Merki um aukna spennu sést meðal annars á því að skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa til að fylgja eftir olíuskipum sem sigla undir breskum fána. Árásir voru gerðar í gær á Græna svæðið í Bagdad miðborg Íraks þar sem hermenn Bandaríkjahers og sendiráð Bandaríkjanna hafa aðsetur en Íranar hafa hótað Bandaríkjamönnum grimmilegum hefndum vegna drápsins á Soleimani og hefur írakski herinn verið hvattur til þess að halda sig frá bandarískum herstöðvum. Trump hefur sagt að láti Íranar verða af hefndum verði því svarað af fullri hörku og sagði Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu en talan vísar til fimmtíu og tveggja bandarískra gísla sem Íranar tóku í Teheran árið 1979. Albert Jónsson, fv. sendiherra í Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum.Vísir/Friðrik Öryggi sendiráða grundvallaratriði Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum segir að kveikjan að atburðarásinni hafi verið aðför sem gerð var að bandaríska sendiráðinu í Bagdad á gamlársdag en aðdragandinn sé þó mun lengri til að mynda frá 2012 þegar sendiherra Bandaríkjanna var myrtur í Líbíu. „Öryggi sendiráða er grundvallar atriði fyrir öll ríki, ekki bara Bandaríkin. Og svo auðvitað bætist við að Bandaríkin eru stórveldi og eru þar að auki með herlið í Írak. Þannig að það hefði orðið mikið áfall og mikill álits hnekkir fyrir Bandaríkjastjórn ef að aðför að sendiráði takist,“ segir Albert Jónsson, fv. sendiherra í Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum. Þingheimur í Írak samþykkti nú undir kvöld að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu yfirgefi Írak sem fyrst en fimm þúsund bandarískir hermenn eru í landinu. Þá er einnig kallað eftir anni við því að erlendur herafli nýti sér landhelgi Írak með nokkrum hætti. Stjórnmálamenn krefjast þess einnig að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmi loftárás Bandaríkjahers á föstudag. Þá hefur Evrópusambandið hefur boðið Mohammed Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans til fundar í Brussel en í tilkynningu segir að mikilvægt sé að draga úr spennu á svæðinu. Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir árásina á Soleimani og segir það nú forgangsmál að reka bandarískan herafla burtu úr heimshlutanum. Þúsundir vopnaðra skæruliða og óbreyttra borgara hafa syrgt íranska hershöfðingjann í gær og í dag. „Núna er auðvitað beðið eftir viðbrögðum Írana og hvers eðlis þau verða en ég hef nú frekar trú á því að þau muni ekki leiða til stórfelldra hernaðaraðgerða að hálfa Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, ég held að Íranar hafi ekki burði til þess,“ segir Albert. Spennan í Miðausturlöndum getur haft mikil áhrif víða um heim „Auðvitað getur þetta haft veruleg áhrif á olíumarkaði. Bandaríkjaforseti er nú búinn að benda á það, og fleiri, að sú breyting er nú orðin miðað við fyrri tíð að Bandaríkin eru orðin stærsti olíuframleiðandi í heimi þannig að Bandaríki geta haft mikil áhrif á framboð á olíu og brugðist við með þeim hætti sem ekki var hægt áður,“ segir Albert. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Írakska þingið samþykkti nú síðdegis ályktun að allt erlent herlið sem dvalið hefur í landinu yfirgefi landið og banni erlendum hersveitum að nýta sér landhelgi Íraks með nokkrum hætti. Leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsettur hershöfðingi í Íran var drepinn. Spenna eykst fyrir botni Persaflóa frá því Qasem Soleimani, einn æðsti ráðamaður Írans var ráðinn af dögum í Bagdad í Írak á föstudag, að skipan Donald Trumps, Bandaríkjaforseta. Merki um aukna spennu sést meðal annars á því að skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa til að fylgja eftir olíuskipum sem sigla undir breskum fána. Árásir voru gerðar í gær á Græna svæðið í Bagdad miðborg Íraks þar sem hermenn Bandaríkjahers og sendiráð Bandaríkjanna hafa aðsetur en Íranar hafa hótað Bandaríkjamönnum grimmilegum hefndum vegna drápsins á Soleimani og hefur írakski herinn verið hvattur til þess að halda sig frá bandarískum herstöðvum. Trump hefur sagt að láti Íranar verða af hefndum verði því svarað af fullri hörku og sagði Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu en talan vísar til fimmtíu og tveggja bandarískra gísla sem Íranar tóku í Teheran árið 1979. Albert Jónsson, fv. sendiherra í Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum.Vísir/Friðrik Öryggi sendiráða grundvallaratriði Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum segir að kveikjan að atburðarásinni hafi verið aðför sem gerð var að bandaríska sendiráðinu í Bagdad á gamlársdag en aðdragandinn sé þó mun lengri til að mynda frá 2012 þegar sendiherra Bandaríkjanna var myrtur í Líbíu. „Öryggi sendiráða er grundvallar atriði fyrir öll ríki, ekki bara Bandaríkin. Og svo auðvitað bætist við að Bandaríkin eru stórveldi og eru þar að auki með herlið í Írak. Þannig að það hefði orðið mikið áfall og mikill álits hnekkir fyrir Bandaríkjastjórn ef að aðför að sendiráði takist,“ segir Albert Jónsson, fv. sendiherra í Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum. Þingheimur í Írak samþykkti nú undir kvöld að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu yfirgefi Írak sem fyrst en fimm þúsund bandarískir hermenn eru í landinu. Þá er einnig kallað eftir anni við því að erlendur herafli nýti sér landhelgi Írak með nokkrum hætti. Stjórnmálamenn krefjast þess einnig að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmi loftárás Bandaríkjahers á föstudag. Þá hefur Evrópusambandið hefur boðið Mohammed Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans til fundar í Brussel en í tilkynningu segir að mikilvægt sé að draga úr spennu á svæðinu. Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir árásina á Soleimani og segir það nú forgangsmál að reka bandarískan herafla burtu úr heimshlutanum. Þúsundir vopnaðra skæruliða og óbreyttra borgara hafa syrgt íranska hershöfðingjann í gær og í dag. „Núna er auðvitað beðið eftir viðbrögðum Írana og hvers eðlis þau verða en ég hef nú frekar trú á því að þau muni ekki leiða til stórfelldra hernaðaraðgerða að hálfa Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, ég held að Íranar hafi ekki burði til þess,“ segir Albert. Spennan í Miðausturlöndum getur haft mikil áhrif víða um heim „Auðvitað getur þetta haft veruleg áhrif á olíumarkaði. Bandaríkjaforseti er nú búinn að benda á það, og fleiri, að sú breyting er nú orðin miðað við fyrri tíð að Bandaríkin eru orðin stærsti olíuframleiðandi í heimi þannig að Bandaríki geta haft mikil áhrif á framboð á olíu og brugðist við með þeim hætti sem ekki var hægt áður,“ segir Albert.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45
Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30
Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent