Enski boltinn

Manchester City búið að staðfesta kaupin á Aké

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aké skrifaði undir fimm ára samning við Manchester City í dag.
Aké skrifaði undir fimm ára samning við Manchester City í dag. Vísir/Manchester City

Hollenski varnarmaðurinn Nathan Aké er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City. Þetta staðfesti félagið á vef sínum nú rétt í þessu. Skrifar leikmaðurinn undir fimm ára samning við félagið.

Það er nóg um að vera á skrifstofu City þessa dagana en spænski vængmaðurinn Ferran Torres gekk til liðs við félagið í gær. Hann kom frá Valencia en Aké kemur frá Bournemouth sem féllu úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Hinn 25 ára gamli Aké lék yfir 100 leiki með Bournemouth en hann lék með liðinu frá árinu 2017. Þar áður var hann á mála hjá Chelsea en lék aðeins sjö leiki með aðalliði liðsins.

Talið er að City borgi um 41 milljón punda fyrir þennan hollenska landsliðsmann. Alls á hann 13 A-landsleiki að baki ásamt fjölda leikja fyrir yngri landslið Hollands.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.