Enski boltinn

Wayne Rooney gagnrýnir Sir Alex Ferguson

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rooney í úrslitaleiknum 2011 sem fram fór á Wembley í Englandi.
Rooney í úrslitaleiknum 2011 sem fram fór á Wembley í Englandi. Vísir/Getty

Wayne Rooney – markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins – hefur gagnrýnt fyrrum stjóra sinn, goðsögnina Sir Alex Ferguson, í vikulegum pistli sínum í The Sunday Times.

Gagnrýnir hann þar upplegg Sir Alex Ferguson í úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu árin 2009 og 2011. Fyrri leikurinn tapaðist 2-0 á meðan sá síðari tapaðist 3-1 en Rooney skoraði eina mark Man United í leiknum.

„Við töpuðum leikjunum þar sem við settum mikla pressu á þá og reyndum að sækja við hvert tækifæri,“ segir Rooney sem er nú leikmaður Derby County í ensku B-deildinni.

Rooney segir jafnframt að Ferguson hafi verið of stoltur til að mæta í úrslitaleikina og leggja rútunni ef svo má að orði komast.

„Við erum Manchester United og það er í menningu okkar að sækja til sigurs,“ sagði Ferguson en Rooney telur að leikmenn liðsins hafi vitað betur.

„Það skiptir engu máli hvernig þú spilar í þessum stóru leikjum í Meistaradeild Evrópu. Það eina sem skiptir máli er að vinna,“ sagði Rooney að lokum.

Leikmenn Man Utd komust aldrei nálægt Lionel Messi og félögum árið 2011.Vísir/Getty

Manchester United var ríkjandi Evrópumeistari er þeir mættu Barcelona árið 2009. Lið Sir Alex var mun betra í upphafi leiks en tókst ekki að brjóta ísinn. Mörk frá Samuel Eto‘o og Lionel Messi tryggðu Börsungum svo 2-0 sigur og þar með þrennuna á fyrsta tímabili Pep Guardiola. 

Hver veit hvað hefði orðið ef Man Utd hefði nýtt færi sín í upphafi leiks og landað sigri. Tveimur árum síðar átti United aldrei möguleika og mark Rooney var eina skot United á markið í leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.