Íslenski boltinn

Allt sóknarupplegg Fylkis var máttlítið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fylkir átti aldrei roð í Breiðablik er liðin mættust í Lautinni nýverið.
Fylkir átti aldrei roð í Breiðablik er liðin mættust í Lautinni nýverið. Vísir/Bára

Farið var yfir leik Fylkis og Breiðabliks í Pepsi Max Mörkunum á fimmtudaginn var. Þó liðin séu nálægt hvort öðru í töflunni þá var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda að þessu sinni. 

Ásamt Helenu Ólafsdóttur þáttastjórnanda voru þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir sérfræðingar að þessu sinni. 

Liðin höfðu mæst tveimur vikum áður í Mjólkurbikarnum og þar unnu fóru Blikar með 1-0 sigur af hólmi í spennandi leik. Það sama var ekki upp á teningnum er liðin mættust í Lautinni á dögunum.

Blikar voru komnir 2-0 yfir eftir aðeins 14. mínútna leik og voru í raun óheppnar að vera ekki 3-0 yfir á þeim tímapunkti en Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti frábæra markvörslu í marki Fylkis í upphafi leiks. Hún átti eftir að verja nokkrum sinnum vel í leiknum.

„Þarna er lítið búið af leiknum, staðan orðin 2-0 og það gaf tóninn fyrir þennan leik. Allt sóknarupplegg Fylkis var máttlítið. Færi Fylkis voru að reyna keyra á þær [í skyndisóknum] en ógnuðu aldrei að mér fannst,“ sagði Helena.

„Þetta var alger einstefna. Maður hélt þetta færi í tveggja stafa tölu á tímabili,“ sagði Mist Rúnarsdóttir en leiknum lauk með 4-0 sigri Blika.

„Mér líður smá eins og þær séu með svindlkall,“ sagði Helena að lokum er hraðinn á Sveindísi Jane Jónsdóttur ræddur. Undir lok leiks, þegar allir leikmenn vallarins virtustu alveg sprungnir, var hún enn að spæna upp og niður völlinn.

Breiðablik trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. Fylkir er í 3. sæti með 12 stig, sjö stigum á eftir Blikum.

Innslagið í heild sinni, með mörkum og færum leiksins, má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×