Segir að Man United verði að fjárfesta í nýjum markverði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 08:30 Roy Keane er ekki aðdáandi David De Gea, svo vægt sé tekið til orða. Vísir/Independent David De Gea, spænski markvörður Manchester United, hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og gert fleiri mistök en vanalegt er. Roy Keane – fyrrum fyrirliði Manchester United – virðist vera sérstaklega í nöp við þann spænska og segir, enn og aftur, að liðið verði að fjárfesta í nýjum markverði. Keane var á Sky Sports að fjalla um leik Manchester United og Leicester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Þar viðurkenndi hann einfaldlega að hann væri ekki aðdáandi De Gea. „Hann gerir alltof mikið af mistökum, mistökum sem kosta United stig. Ef United vilja berjast um titilinn þurfa þeir betri markmann. Þeir þurfa að breyta, þeir hafa gert það áður,“ sagði Keane í sínum einstaka tón um helgina. 'He makes far too many mistakes' - Roy Keane calls on United to axe David de Geahttps://t.co/a1sq3kPwKO pic.twitter.com/8tTQxVkfVM— Independent Sport (@IndoSport) July 28, 2020 „Framherjar eru settir á bekkinn og seldir, sama með miðjumenn en út af einhverri stórskrítinni ástæðu verða lið að halda sig við sama markvörðinn aðeins lengur af því hann gerði eitthvað fyrir tveimur eða þremur árum,“ bætti Keane við. Frá 2013 til 2020 – þegar kórónufaraldurinn skall á – gerði De Gea tíu mistök sem leiddu til marks hjá mótherjum Man United. Frá 2013 og fram að upphafi tímabilsins 2018-2019 þá gerði spænski markvörðurinn þó aðeins þrjú mistök sem leiddu til þess að mótherji Man Utd skoraði. Hin sjö mistökin hafa komið á síðustu tveimur leiktíðum. My team https://t.co/TysCsAABzR— David de Gea (@D_DeGea) July 27, 2020 Á síðustu tveimur tímabilum hefur Spánverjinn hins vegar kostað Man Utd sjö mörk sem og hann átti afleitan leik gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. Keane benti að lokum á hvernig Liverpool hefði losað sig við Loris Karius – sem þeir voru nýbúnir að kaupa – og eytt fúlgum fjár í Alisson í kjölfarið. „Hvað er málið? Ef De Gea er að gera mistök skiptið honum þá út. Það eru fleiri góðir markverðir þarna úti,“ sagði Keane að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Sjá meira
David De Gea, spænski markvörður Manchester United, hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og gert fleiri mistök en vanalegt er. Roy Keane – fyrrum fyrirliði Manchester United – virðist vera sérstaklega í nöp við þann spænska og segir, enn og aftur, að liðið verði að fjárfesta í nýjum markverði. Keane var á Sky Sports að fjalla um leik Manchester United og Leicester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Þar viðurkenndi hann einfaldlega að hann væri ekki aðdáandi De Gea. „Hann gerir alltof mikið af mistökum, mistökum sem kosta United stig. Ef United vilja berjast um titilinn þurfa þeir betri markmann. Þeir þurfa að breyta, þeir hafa gert það áður,“ sagði Keane í sínum einstaka tón um helgina. 'He makes far too many mistakes' - Roy Keane calls on United to axe David de Geahttps://t.co/a1sq3kPwKO pic.twitter.com/8tTQxVkfVM— Independent Sport (@IndoSport) July 28, 2020 „Framherjar eru settir á bekkinn og seldir, sama með miðjumenn en út af einhverri stórskrítinni ástæðu verða lið að halda sig við sama markvörðinn aðeins lengur af því hann gerði eitthvað fyrir tveimur eða þremur árum,“ bætti Keane við. Frá 2013 til 2020 – þegar kórónufaraldurinn skall á – gerði De Gea tíu mistök sem leiddu til marks hjá mótherjum Man United. Frá 2013 og fram að upphafi tímabilsins 2018-2019 þá gerði spænski markvörðurinn þó aðeins þrjú mistök sem leiddu til þess að mótherji Man Utd skoraði. Hin sjö mistökin hafa komið á síðustu tveimur leiktíðum. My team https://t.co/TysCsAABzR— David de Gea (@D_DeGea) July 27, 2020 Á síðustu tveimur tímabilum hefur Spánverjinn hins vegar kostað Man Utd sjö mörk sem og hann átti afleitan leik gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. Keane benti að lokum á hvernig Liverpool hefði losað sig við Loris Karius – sem þeir voru nýbúnir að kaupa – og eytt fúlgum fjár í Alisson í kjölfarið. „Hvað er málið? Ef De Gea er að gera mistök skiptið honum þá út. Það eru fleiri góðir markverðir þarna úti,“ sagði Keane að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Sjá meira
Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40
Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55