Umfjöllun og viðtöl: Fylkir 0-1 Breiða­blik | Breiðablik áfram í átta liða úrslitin

Andri Már Eggertsson skrifar
Blikar fagna sigrinum.
Blikar fagna sigrinum. vísir/bára

Í kvöld var leikið í Mjólkurbikar kvenna á Wurth-vellinum. Þar áttust við liðin Fylkir og Breiðablik. Bæði liðin voru að koma úr 14 daga sóttkví svo liðin voru lítið búnar að vera í bolta þegar að leik kom.

Leikurinn fór rólega af stað. Liðin voru mögulega of spennt yfir því að fá loksins að komast á völlinn sem skilaði sér mikið í löngum spörkum sem rötuðu ekki á neinn. Breiðablik braut síðan ísinn með laglegu marki frá Öglu Maríu þar sem Sveindís Jane er fljót að hugsa tekur langt innkast á Karólínu Leu sem rennir boltanum út í teiginn á Öglu Maríu sem klárar færið lista vel.

Eftir markið voru Blikarnir líflegri, sköpuðu þá nokkur færi og var þeirra besta færi þegar Sveindís Jane spólaði upp hægri kantinn, kom sér í ákjósanlega stöðu hægra megin í teignum en Cecilía í marki Fylkis varði vel. Síðustu 15 mínútur eða svo í fyrri hálfleik voru Fylkisstelpur með öll völd á vellinum. Þær fengu margar ákjósanlegar stöður sem þeim tókst ekki að nýta. 

Þegar langt var liðið af fyrri hálfleik á Íris Dögg Gunnarsdóttir klaufalega sendingu sem ratar beint til andstæðingsins uppúr því fær Bryndís Arna Níelsdóttir boltan inn í teig Blika, hún vippar boltanum yfir Írisi markmann sem hreinlega fellir hana inn í teignum en Bríet Bragadóttir sá ekkert athugavert við þetta.

Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn af fínum krafti. Þær voru að skapa sér góð færi og var þar Berglind Björg Þorvaldsdóttir allt í öllu inn í teig Fylkis en Cecilía stóð vaktina vel í marki Fylkis. Fylkir sýndu síðan ágætis takta þegar líða tók á seinni hálfleik þar sem Bryndís Arna fékk nokkur ákjósanleg færi en Íris Dögg átti góðan leik í marki Blika. Leikurinn endaði með 1-0  sigri Breiðabliks og eru þær komnar í 8 liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Afhverju vann Breiðablik leikinn?

Breiðablik byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði flott mark eftir tæpan tíu mínútna leik. Breiðablik hélt góðu skipulagi í vörninni megnið af leiknum þar sem þær gáfu fá dauðafæri á sig og þau færi sem komu gerði Íris Dögg vel í markinu. Liðið sýndi þroska merki í lok leiks þar sem þær voru alveg meðvitaðar um að það eina sem skipti máli var að vinna leikinn sem þær sýndu með yfirvegun og engum óþarfa sénsum.

Hverjar stóðu upp úr?

Sveindís Jane Jónsdóttir var mjög góð í liði Blika hún ógnaði vörn Fylkis marg oft með hraða sínum og krafti, hennar löngu innköst skiluðu sér í mörgum góðum færum og upp úr einu þeirra kom mark.

Bæði Cecilía og Íris Dögg markmenn beggja liða áttu mjög góðan leik. Mikið var að gera hjá þeim báðum en þær voru vel vakandi í flestum aðgerðum sem skilaði jákvæðri frammistöðu.

Hvað gekk illa?

Hugmyndarflug Fylkis á síðasta þriðjung vallarinns var ekkert til að hrópa húrra fyrir þetta voru oft fyrirsjáanlegar sóknir sem enduðu ekki með merkilegum skotum.

Hvað er framundan?

Pepsi Max deild kvenna byrjar síðan aftur að rúlla á þriðjudaginn, þar fara Blikarnir til Vestmannaeyja og spila við ÍBV klukkan 18:00.

Degi síðar spilar Fylkir við taplausa Valsara á Origo vellinum klukkan 19:15 og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Þorsteinn á hliðarlínunni í kvöld.vísir/bára

Þorsteinn Halldórsson: Þurfum að hafa virkilega fyrir hverjum sigri

„Við erum komnar áfram í bikarnum og það er algjört grundvallar atriði í þessari keppni. Við spiluðum ekkert sérstaklega vel í kvöld en við unnum leikinn og í bikarnum er bara spurt af því hverjir komast áfram, bæði lið voru að fá góð færi Íris var að verja vel í markinu og vorum við að fá mjög góðar stöður til að skapa dauðafæri en heilt yfir er kannski svoldið sérstakt að leikurinn hafi bara farið 1-0,“ sagði Þorsteinn.

Þorsteinn var mjög ánægður með að hans stelpur héldu markinu sínu hreinu enn og aftur á þessari leiktíð en þær eiga enn eftir að fá á sig mark á tímabilinu. Honum fannst sitt lið ekkert vera sérstaklega góðar í dag þar sem síðustu sendingarnar voru oftar en ekki að mistakast annað hvort voru sendingarnar of lausar, of fastar og bara flestar ákvarðana tökur hans liðs á síðasta þriðjung ekki nógu góðar.

„Ég er bara bjartsýnn á framhaldið mótið er þétt spilað og eru þetta allt hörkuleikir eins og við fengum að kynnast í dag. Ég er ánægður með sigurinn í kvöld, þetta er fyrsti tapleikur Fylkis á árinu, mótið verður spilað þétt og þurfum við að hafa virkilega fyrir hverjum sigri.“

Kjartan á hliðarlínunni í kvöld.vísir/bára

Kjartan Stefánsson: Dómarinn hafði ekki kjark til að dæma víti

„Mér fannst við góðar í kvöld. Við höfum svoldið verið ólíkar okkur í nokkrum leikjum, þetta er fyrsta tapið okkar á árinu og eru það blendnar tilfinningar, mér finnst lítið fara úrskeiðis í okkar leik fyrir utan það að við náðum ekki að skora. Við vorum góðar á bolta við spiluðum honum ágætlega miða við að við voru að mæta eitt af tveimur bestu liðum á landinu. Við prófuðum nýtt í dag fyrstu 20 mínúturnar með nokkrum nýjum færslum þetta er þokkalega nýr hópur og fannst mér þær svara því vel,“ sagði Kjartan.

Eftir tæplega 37 mínútna leik virtist Íris Dögg brjóta á Bryndísi inn í teig Blika úr varð mikill hiti á vellinum og töldu Fylkir sig átt að fá víti.

„Mér fannst þetta klárlega vera víti. Ef sama atvik hefði gerst hinum megin þá hefðu þær fengið víti. Ég sagði við mína leikmenn að þær þurfa þor til að halda bolta gegn Breiðablik og við vorum að reyna það með eina 16 ára, á móti góðu liði þarf þor í að spila svona bolta alveg eins og það hefði þurft þor hjá dómara að dæma víti á móti svona góðu liði eins og Breiðablik er,“ sagði Kjartan og bætti við að þetta var klárt víti.

Kjartan var ánægður með margt í leik sinna kvenna. Hans lið skapaði sér mikið af færum sem hann gladdist yfir og var það ekki nema bara eitt innkast sem skildi á milli liðanna í kvöld sem kom honum á óvart hvað þær gerðu það vel.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.