Mjólkurbikarinn

Fréttamynd

„Gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu“

Erlingur Agnarsson var allt í öllu hjá Víkingum sem tryggðu sæti sitt í bikarúrslitum í fyrrakvöld með 3-0 sigri á Breiðabliki í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Hann segir ríg vera milli félaganna og að Víkingar muni gera allt til að velta toppliði Bestu deildarinnar um koll í framhaldinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Davíð Snær: Var staðráðinn í að koma inn með krafti

Daníel Snær Jóhannsson gerði gæfumuninn þegar FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í kvöld. Daníel Snær skoraði markið sem skildi liðin að í 2-1 sigri FH auk þess að ná í vítaspyrnu sem fór reyndar forgörðum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Breiða­blik-Víkingur 0-3 | Bikarmeistararnir afgreiddu Blika á tuttugu mínútum

Víkingur Reykjavík tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sannfærandi 0-3 sigur. Víkingur byrjaði leikinn af miklum krafti og gerði þrjú mörk á tuttugu mínútum. Heimamenn gerðu hver mistökin á fætur öðru og Víkingur gekk á lagið.Víkingur Reykjavík mætir annað hvort FH eða KA í úrslitum Mjólkurbikarsins. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

HK sendir frá sér yfirlýsingu og biður Damir og fjölskyldu Ísaks afsökunar

Í leik HK og Breiðabliks sem fram fór í kvöld fóru nokkrir stuðningsmenn HK yfir strikið og sungu níðsöngva um Damir Muminovic, leikmann Breiðabliks. Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, sagði síðan frá því að hópur af HK-ingum hafi ráðist á sjö ára systur sína fyrir að vera í Breiðabliks treyju.

Sport
Fréttamynd

Sjáðu mörkin úr hasarnum í Víkinni

Íslands- og bikarmeistarar Víkings eiga enn möguleika á að verja báða titla sína eftir magnaðan 5-3 sigur á KR í stórbrotnum leik í Víkinni í gærkvöld. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærkvöldsins.

Íslenski boltinn
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.