Á hreyfingu í 51 mínútu og fjögur ósvöruð símtöl Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 23:30 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. Fjórar tilraunir voru gerðar til að ná sambandi við Anne-Elisabeth á meðan hreyfing mældist enn á símanum en engu símtalanna var svarað. Anne-Elisabeth hringdi í son sinn úr farsíma sínum klukkan 9:14 umræddan morgun. Þau töluðu saman í 92 sekúndur og var klukkan þannig orðin 9:16 þegar samtalinu var slitið. Sonurinn hefur lýst efni samtalsins í yfirheyrslum hjá lögreglu; þau ræddu hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp þennan dag, og launamál. Sonurinn segist jafnframt sjá eftir því að hafa verið stuttur í spuna við mömmu sína í símann. Lögregla telur þetta símtal síðasta lífsmarkið en ekkert hefur heyrst eða sést frá Anne-Elisabeth síðan. Eiginmaður hennar og faðir umrædds sonar, Tom Hagen, er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var látinn laus úr haldi í maí og neitar sök. Þrír reyndu að hafa samband Samkvæmt upplýsingum norska dagblaðsins VG aflaði lögregla gagna úr síma Anne-Elisabeth. Gögn úr að minnsta kosti einu smáforriti eru sögð sýna að síminn hafi verið á einhverri hreyfingu inni á heimilinu þangað til klukkan 10:07, um 51 mínútu eftir að síðasta símtalinu var slitið. Ekkert bendir þó til þess að síminn hafi verið notaður á þessum tíma. Þrír reyndu að ná sambandi við Anne-Elisabeth fram til klukkan 10:07 en höfðu ekki erindi sem erfiði. Tommy Skansen, rafvirki og nágranni Hagen-hjónanna, hringdi í farsíma Anne-Elsabeth klukkan 9:48. Ráðgert var að hann skyldi skipta um ljós í eldhúsinu að Sloravejen 4. Sonurinn hringdi svo aftur í móður sína klukkan 9:50. Klukkan 10:06 hringdi eiginmaðurinn Tom Hagen, sem þá hafði verið í vinnunni í tæpan klukkutíma. Einni mínútu síðar, klukkan 10:07, hringdi hann aftur. En enginn svaraði, vitanlega. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið ráðinn bani fljótlega eftir að hún sleit símtalinu við soninn, einhvern tímann á næsta rúma hálftímanum eða svo. Tom Hagen ók heim úr vinnunni til að vitja konu sinnar um klukkan hálf tvö. Hann fann síma hennar á borði í eldhúsinu, þar sem þau hjónin lögðu síma sína iðulega frá sér. Hann hringdi þó nokkrum sinnum í eiginkonu sína eftir að hann kom heim en sagði við yfirheyrslu lögreglu að hann hefði ekki heyrt í hringingunni. Samkvæmt upplýsingum VG telur lögregla að ósennilegt að Tom Hagen hafi ekki heyrt í símanum. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. Fjórar tilraunir voru gerðar til að ná sambandi við Anne-Elisabeth á meðan hreyfing mældist enn á símanum en engu símtalanna var svarað. Anne-Elisabeth hringdi í son sinn úr farsíma sínum klukkan 9:14 umræddan morgun. Þau töluðu saman í 92 sekúndur og var klukkan þannig orðin 9:16 þegar samtalinu var slitið. Sonurinn hefur lýst efni samtalsins í yfirheyrslum hjá lögreglu; þau ræddu hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp þennan dag, og launamál. Sonurinn segist jafnframt sjá eftir því að hafa verið stuttur í spuna við mömmu sína í símann. Lögregla telur þetta símtal síðasta lífsmarkið en ekkert hefur heyrst eða sést frá Anne-Elisabeth síðan. Eiginmaður hennar og faðir umrædds sonar, Tom Hagen, er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var látinn laus úr haldi í maí og neitar sök. Þrír reyndu að hafa samband Samkvæmt upplýsingum norska dagblaðsins VG aflaði lögregla gagna úr síma Anne-Elisabeth. Gögn úr að minnsta kosti einu smáforriti eru sögð sýna að síminn hafi verið á einhverri hreyfingu inni á heimilinu þangað til klukkan 10:07, um 51 mínútu eftir að síðasta símtalinu var slitið. Ekkert bendir þó til þess að síminn hafi verið notaður á þessum tíma. Þrír reyndu að ná sambandi við Anne-Elisabeth fram til klukkan 10:07 en höfðu ekki erindi sem erfiði. Tommy Skansen, rafvirki og nágranni Hagen-hjónanna, hringdi í farsíma Anne-Elsabeth klukkan 9:48. Ráðgert var að hann skyldi skipta um ljós í eldhúsinu að Sloravejen 4. Sonurinn hringdi svo aftur í móður sína klukkan 9:50. Klukkan 10:06 hringdi eiginmaðurinn Tom Hagen, sem þá hafði verið í vinnunni í tæpan klukkutíma. Einni mínútu síðar, klukkan 10:07, hringdi hann aftur. En enginn svaraði, vitanlega. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið ráðinn bani fljótlega eftir að hún sleit símtalinu við soninn, einhvern tímann á næsta rúma hálftímanum eða svo. Tom Hagen ók heim úr vinnunni til að vitja konu sinnar um klukkan hálf tvö. Hann fann síma hennar á borði í eldhúsinu, þar sem þau hjónin lögðu síma sína iðulega frá sér. Hann hringdi þó nokkrum sinnum í eiginkonu sína eftir að hann kom heim en sagði við yfirheyrslu lögreglu að hann hefði ekki heyrt í hringingunni. Samkvæmt upplýsingum VG telur lögregla að ósennilegt að Tom Hagen hafi ekki heyrt í símanum.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57
Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44
Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08