Síðasta símtalið var við soninn Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 23:27 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth Hagen síðan á hrekkjavökunni 31. október 2018. Vísir/AP Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. Þetta eru síðustu samskipti Anne-Elisabeth við umheiminn áður en hún hvarf sporlaust af heimili sínu síðar um morguninn. Þegar hefur komið fram að Anne-Elisabeth hafi rætt við skyldmenni sitt í síma klukkan 9:14, um korteri eftir að Tom Hagen fór í vinnuna. Þetta símtal er síðasta lífsmarkið en ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan. Þá hefur ekkert nánar verið gefið út um viðmælandann eða efni símtalsins, þar til nú. Norska dagblaðið VG greindi frá því í gær að Anne-Elisabeth hafi hringt í son sinn, sem hún átti með eiginmanninum Tom Hagen, þarna um morguninn. Þau töluðu saman í 92 sekúndur, rétt rúma eina og hálfa mínútu. Sonurinn mun hafa rætt símtalið í þaula við lögreglu, enda gengur hún út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt einhvern tímann á hálftímanum sem leið eftir að símtalinu var slitið. Ræddu launamál og hrekkjavöku VG hefur eftir heimildum sínum að sonurinn hafi í fyrstu verið óviss um það sem fór honum og móður hans á milli. Þá sjái hann mjög eftir því að hafa verið fúllyndur við mömmu sína. Tíu dögum eftir að Anne-Elisabeth hvarf var sonurinn kallaður til þriðju skýrslutökunnar. Þar sagði hann að þau hefðu rætt launamál - bæði Anne-Elisabeth og sonurinn unnu hjá fyrirtæki Toms Hagen - og hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp umræddan dag. Þá hefðu þau einnig talað um að Anne-Elisabeth ætlaði að passa barnabörn sín síðar þennan sama dag. Lögmaður sonarins segir í samtali við VG að umbjóðandi sinn sé meðvitaður um umfjöllun blaðsins en vilji ekki tjá sig um málið. Um hálftíma áður en Anne-Elisabeth ræddi við son sinn spjallaði hún símleiðis við starfsmann fyrirtækis Toms Hagen, sem hún þekkti vel. Konan lýsti því að Anne-Elisabeth hafi virst eins og hún átti að sér að vera, þær hefðu talað um launamál og leiksýninguna The Book of Mormon sem Hagen-hjónin höfðu farið að sjá með vinahjónum kvöldið áður. Tom Hagen var handtekinn í lok apríl grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana eða átt aðild að dauða hennar. Hann hefur verið laus úr varðhaldi síðan strax í byrjun maí og neitar sök. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8. júní 2020 17:40 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. Þetta eru síðustu samskipti Anne-Elisabeth við umheiminn áður en hún hvarf sporlaust af heimili sínu síðar um morguninn. Þegar hefur komið fram að Anne-Elisabeth hafi rætt við skyldmenni sitt í síma klukkan 9:14, um korteri eftir að Tom Hagen fór í vinnuna. Þetta símtal er síðasta lífsmarkið en ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan. Þá hefur ekkert nánar verið gefið út um viðmælandann eða efni símtalsins, þar til nú. Norska dagblaðið VG greindi frá því í gær að Anne-Elisabeth hafi hringt í son sinn, sem hún átti með eiginmanninum Tom Hagen, þarna um morguninn. Þau töluðu saman í 92 sekúndur, rétt rúma eina og hálfa mínútu. Sonurinn mun hafa rætt símtalið í þaula við lögreglu, enda gengur hún út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt einhvern tímann á hálftímanum sem leið eftir að símtalinu var slitið. Ræddu launamál og hrekkjavöku VG hefur eftir heimildum sínum að sonurinn hafi í fyrstu verið óviss um það sem fór honum og móður hans á milli. Þá sjái hann mjög eftir því að hafa verið fúllyndur við mömmu sína. Tíu dögum eftir að Anne-Elisabeth hvarf var sonurinn kallaður til þriðju skýrslutökunnar. Þar sagði hann að þau hefðu rætt launamál - bæði Anne-Elisabeth og sonurinn unnu hjá fyrirtæki Toms Hagen - og hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp umræddan dag. Þá hefðu þau einnig talað um að Anne-Elisabeth ætlaði að passa barnabörn sín síðar þennan sama dag. Lögmaður sonarins segir í samtali við VG að umbjóðandi sinn sé meðvitaður um umfjöllun blaðsins en vilji ekki tjá sig um málið. Um hálftíma áður en Anne-Elisabeth ræddi við son sinn spjallaði hún símleiðis við starfsmann fyrirtækis Toms Hagen, sem hún þekkti vel. Konan lýsti því að Anne-Elisabeth hafi virst eins og hún átti að sér að vera, þær hefðu talað um launamál og leiksýninguna The Book of Mormon sem Hagen-hjónin höfðu farið að sjá með vinahjónum kvöldið áður. Tom Hagen var handtekinn í lok apríl grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana eða átt aðild að dauða hennar. Hann hefur verið laus úr varðhaldi síðan strax í byrjun maí og neitar sök.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8. júní 2020 17:40 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08
Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02
Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8. júní 2020 17:40