Varð hræddur og skráði húsið á sig Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2020 10:44 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Samsett/EPA Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr yfirheyrslum lögreglu yfir auðkýfingnum. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað konu sinni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var handtekinn í lok apríl en sleppt úr varðhaldi í byrjun maí – og hefur gengið laus síðan. Áður hefur komið fram að kaupmáli hjónanna er liður í rannsókn lögreglu á hvarfi Anne-Elisabeth, sem ekkert hefur spurst til síðan 31. október 2018. Tom og Anne-Elisabeth gengu í hjónaband árið 1987 og gerðu þá með sér kaupmála. Þau skrifuðu svo bæði undir breytingu á honum í desember 1993, þar sem heimili þeirra að Sloravejen 4 í Lørenskógi var skráð alfarið á nafn Toms Hagen. Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. EPA/Vidar Ruud Þegar hefur komið fram að umræddur kaupmáli þyki svo ósanngjarn í garð Anne-Elisabeth að hann haldi ekki fyrir dómi. Þannig hafa norskir sérfræðingar haldið því fram að við skilnað ætti Anne-Elisabeth tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Nú greinir VG frá því að Tom Hagen hafi útskýrt fyrir lögreglu í skýrslutöku hvers vegna hann skráði húsið á sig. Þau hjónin hafi glímt við erfiðleika í hjónabandinu á tíunda áratug síðustu aldar og því hafi hann orðið hræddur um að honum yrði „kastað á dyr“, þar sem Anne-Elisabeth hafi verið skráð fyrir húsinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að færa eignarhaldið yfir á sitt nafn. Hann fullyrti jafnframt að Anne-Elisabeth hefði verið meðvituð um ráðahaginn. Greint var frá því í síðustu viku að skilnaðarpappírar hafi fundist við rannsókn á heimilinu, sem aðeins Anne-Elisabeth hafði skrifað undir. Samkvæmt heimildum VG eru skjölin nokkurra ára gömul og voru gefin út talsvert áður en Anne-Elisabeth hvarf af heimilinu þann 31. október 2018. Fram hefur komið að Anne-Elisabeth sagði nokkrum nákomnum sér að hjónaband þeirra Toms væri stormasamt. Þá hafa norskir fjölmiðlar greint frá því að ýmislegt bendi til þess að hún hafi viljað skilja við mann sinn áður en hún hvarf. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr yfirheyrslum lögreglu yfir auðkýfingnum. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað konu sinni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var handtekinn í lok apríl en sleppt úr varðhaldi í byrjun maí – og hefur gengið laus síðan. Áður hefur komið fram að kaupmáli hjónanna er liður í rannsókn lögreglu á hvarfi Anne-Elisabeth, sem ekkert hefur spurst til síðan 31. október 2018. Tom og Anne-Elisabeth gengu í hjónaband árið 1987 og gerðu þá með sér kaupmála. Þau skrifuðu svo bæði undir breytingu á honum í desember 1993, þar sem heimili þeirra að Sloravejen 4 í Lørenskógi var skráð alfarið á nafn Toms Hagen. Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. EPA/Vidar Ruud Þegar hefur komið fram að umræddur kaupmáli þyki svo ósanngjarn í garð Anne-Elisabeth að hann haldi ekki fyrir dómi. Þannig hafa norskir sérfræðingar haldið því fram að við skilnað ætti Anne-Elisabeth tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Nú greinir VG frá því að Tom Hagen hafi útskýrt fyrir lögreglu í skýrslutöku hvers vegna hann skráði húsið á sig. Þau hjónin hafi glímt við erfiðleika í hjónabandinu á tíunda áratug síðustu aldar og því hafi hann orðið hræddur um að honum yrði „kastað á dyr“, þar sem Anne-Elisabeth hafi verið skráð fyrir húsinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að færa eignarhaldið yfir á sitt nafn. Hann fullyrti jafnframt að Anne-Elisabeth hefði verið meðvituð um ráðahaginn. Greint var frá því í síðustu viku að skilnaðarpappírar hafi fundist við rannsókn á heimilinu, sem aðeins Anne-Elisabeth hafði skrifað undir. Samkvæmt heimildum VG eru skjölin nokkurra ára gömul og voru gefin út talsvert áður en Anne-Elisabeth hvarf af heimilinu þann 31. október 2018. Fram hefur komið að Anne-Elisabeth sagði nokkrum nákomnum sér að hjónaband þeirra Toms væri stormasamt. Þá hafa norskir fjölmiðlar greint frá því að ýmislegt bendi til þess að hún hafi viljað skilja við mann sinn áður en hún hvarf.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02
Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02
Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08
Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30