Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 2. júlí 2020 08:16 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur opnað á möguleika fyrir hluta íbúa Hong Kong að flytjast til Bretlands og eiga möguleika á að sækja um ríkisborgararétt þegar fram í sækir. Getty Kínversk stjórnvöld hafa beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að hætta að skipta sér af málefnum Hong Kong. Ríkisstjórn Johnsons hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. Sky News segir frá þessu en breski forsætisráðherrann ákvað að bjóða íbúunum möguleika á ríkisborgararétti eftir að ný og umdeild öryggislög tóku gildi í Hong Kong í gær. Hann segir lögin vera alvarlegt og augljóst brot á samningnum sem Bretland gerði við Kína árið 1997 um að íbúum Hong Kong yrði áfram tryggð réttindi og frelsi með stefnunni „eitt ríki – tvö kerfi“. Í yfirlýsingu sem sendiherra Kína í Lundúnum sendi frá sér í morgun kom fram að kínversk stjórnvöld legðust alfarið gegn útspili Johnsons og sögðu það brot á alþjóðalögum. Johnson opnaði á að 350 þúsund íbúar í Hong Kong, sem eru nú þegar með breskt vegabréf, og 2,6 milljónir manna til viðbótar sem til greina kæmu, myndu geta flust til Bretlands í fimm ár og síðar sótt um ríkisborgararétt. Milljónir íbúa Hong Kong eru nú þegar með sérstaka gerð bresks vegabréfs sem heimilar ferðalög til Bretlands án áritunar í allt að sex mánaði. Verður þeim samkvæmt nýrri áætlun breskra stjórnvalda heimilt að vera lengur í Bretlandi, bæði til að vinna eða stunda nám, í allt að fimm ár. Að þeim árum loknum myndi viðkomandi frá búsetuheimild og ári síðar sótt um ríkisborgararétt. Bretland Kína Hong Kong Tengdar fréttir Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að hætta að skipta sér af málefnum Hong Kong. Ríkisstjórn Johnsons hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. Sky News segir frá þessu en breski forsætisráðherrann ákvað að bjóða íbúunum möguleika á ríkisborgararétti eftir að ný og umdeild öryggislög tóku gildi í Hong Kong í gær. Hann segir lögin vera alvarlegt og augljóst brot á samningnum sem Bretland gerði við Kína árið 1997 um að íbúum Hong Kong yrði áfram tryggð réttindi og frelsi með stefnunni „eitt ríki – tvö kerfi“. Í yfirlýsingu sem sendiherra Kína í Lundúnum sendi frá sér í morgun kom fram að kínversk stjórnvöld legðust alfarið gegn útspili Johnsons og sögðu það brot á alþjóðalögum. Johnson opnaði á að 350 þúsund íbúar í Hong Kong, sem eru nú þegar með breskt vegabréf, og 2,6 milljónir manna til viðbótar sem til greina kæmu, myndu geta flust til Bretlands í fimm ár og síðar sótt um ríkisborgararétt. Milljónir íbúa Hong Kong eru nú þegar með sérstaka gerð bresks vegabréfs sem heimilar ferðalög til Bretlands án áritunar í allt að sex mánaði. Verður þeim samkvæmt nýrri áætlun breskra stjórnvalda heimilt að vera lengur í Bretlandi, bæði til að vinna eða stunda nám, í allt að fimm ár. Að þeim árum loknum myndi viðkomandi frá búsetuheimild og ári síðar sótt um ríkisborgararétt.
Bretland Kína Hong Kong Tengdar fréttir Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00