Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 06:05 Lögreglan í Hong Kong sést hér beita vatni gegn blaðamönnum sem fylgdist með aðgerðum hennar í borginni í gær. Ap/Kin Cheung Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. Þvinganirnar eru tilkomnar vegna nýrra öryggislega kínverskra yfirvalda, en áður höfðu bandarísk stjórnvöld afnumið sérstaka stöðu Hong Kong fyrir bandarískum lögum. Samkvæmt hinum umdeildu öryggislögum sem tóku gildi í gær er refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þá er hvers kyns niðurrifsstarfsemi, leynimakk með erlendum öflum og krafa um aðskilnað Hong Kong og Kína refsiverð. Lögreglan hefur þegar handtekið rúmlega 300 íbúa Hong Kong, þar af hið minnsta níu fyrir brot sem urðu fyrst refsiverð með tilkomu nýju laganna. Ein þeirra, að sögn New York Times, er 15 ára stúlka. Aðgerðirnar sem fulltrúadeildin samþykkti í gærkvöld þurfa samþykki öldungadeildar svo þær taki gildi. Forseti fulltrúadeildarinnar, Nancy Pelosi, sagði að nýju öryggislögin væru „hrottafengin og víðfem herferð gegn íbúum Hong Kong, hvers eina ætlunarverk er að eyða frelsinu sem þeim var lofað.“ Tekur hún þar í sama streng og margir vestrænir leiðtogar sem hafa fordæmt öryggislögin. Þeirra á meðal eru ráðamenn í Bretlandi, Evrópusambandinu, Japan og Kanada. Fordæmingin er þó ekki algjör. Kúba, fyrir hönd 53 ríkja, fagnaði tilkomu laganna á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Ríki eigi að hafa rétt á því að haga sínum innanríkismálum eins og þeim sýnist, án íhlutunar alþjóðasamfélagsins. „Við trúum því að öll ríki megi standa vörð um þjóðaröryggi sitt með lagasetningu og mælum með öllum skrefum í þá átt,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna 53. Hong Kong Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Lam segir öryggislögin ekki hafa áhrif á frelsi íbúa Kínverjar samþykktu í dag umdeilda löggjöf um öryggi Hong Kong. Lögin eru sögð svar við mótmælahrinu síðasta árs. 30. júní 2020 19:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. Þvinganirnar eru tilkomnar vegna nýrra öryggislega kínverskra yfirvalda, en áður höfðu bandarísk stjórnvöld afnumið sérstaka stöðu Hong Kong fyrir bandarískum lögum. Samkvæmt hinum umdeildu öryggislögum sem tóku gildi í gær er refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þá er hvers kyns niðurrifsstarfsemi, leynimakk með erlendum öflum og krafa um aðskilnað Hong Kong og Kína refsiverð. Lögreglan hefur þegar handtekið rúmlega 300 íbúa Hong Kong, þar af hið minnsta níu fyrir brot sem urðu fyrst refsiverð með tilkomu nýju laganna. Ein þeirra, að sögn New York Times, er 15 ára stúlka. Aðgerðirnar sem fulltrúadeildin samþykkti í gærkvöld þurfa samþykki öldungadeildar svo þær taki gildi. Forseti fulltrúadeildarinnar, Nancy Pelosi, sagði að nýju öryggislögin væru „hrottafengin og víðfem herferð gegn íbúum Hong Kong, hvers eina ætlunarverk er að eyða frelsinu sem þeim var lofað.“ Tekur hún þar í sama streng og margir vestrænir leiðtogar sem hafa fordæmt öryggislögin. Þeirra á meðal eru ráðamenn í Bretlandi, Evrópusambandinu, Japan og Kanada. Fordæmingin er þó ekki algjör. Kúba, fyrir hönd 53 ríkja, fagnaði tilkomu laganna á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Ríki eigi að hafa rétt á því að haga sínum innanríkismálum eins og þeim sýnist, án íhlutunar alþjóðasamfélagsins. „Við trúum því að öll ríki megi standa vörð um þjóðaröryggi sitt með lagasetningu og mælum með öllum skrefum í þá átt,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna 53.
Hong Kong Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Lam segir öryggislögin ekki hafa áhrif á frelsi íbúa Kínverjar samþykktu í dag umdeilda löggjöf um öryggi Hong Kong. Lögin eru sögð svar við mótmælahrinu síðasta árs. 30. júní 2020 19:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00
Lam segir öryggislögin ekki hafa áhrif á frelsi íbúa Kínverjar samþykktu í dag umdeilda löggjöf um öryggi Hong Kong. Lögin eru sögð svar við mótmælahrinu síðasta árs. 30. júní 2020 19:00