Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 06:05 Lögreglan í Hong Kong sést hér beita vatni gegn blaðamönnum sem fylgdist með aðgerðum hennar í borginni í gær. Ap/Kin Cheung Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. Þvinganirnar eru tilkomnar vegna nýrra öryggislega kínverskra yfirvalda, en áður höfðu bandarísk stjórnvöld afnumið sérstaka stöðu Hong Kong fyrir bandarískum lögum. Samkvæmt hinum umdeildu öryggislögum sem tóku gildi í gær er refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þá er hvers kyns niðurrifsstarfsemi, leynimakk með erlendum öflum og krafa um aðskilnað Hong Kong og Kína refsiverð. Lögreglan hefur þegar handtekið rúmlega 300 íbúa Hong Kong, þar af hið minnsta níu fyrir brot sem urðu fyrst refsiverð með tilkomu nýju laganna. Ein þeirra, að sögn New York Times, er 15 ára stúlka. Aðgerðirnar sem fulltrúadeildin samþykkti í gærkvöld þurfa samþykki öldungadeildar svo þær taki gildi. Forseti fulltrúadeildarinnar, Nancy Pelosi, sagði að nýju öryggislögin væru „hrottafengin og víðfem herferð gegn íbúum Hong Kong, hvers eina ætlunarverk er að eyða frelsinu sem þeim var lofað.“ Tekur hún þar í sama streng og margir vestrænir leiðtogar sem hafa fordæmt öryggislögin. Þeirra á meðal eru ráðamenn í Bretlandi, Evrópusambandinu, Japan og Kanada. Fordæmingin er þó ekki algjör. Kúba, fyrir hönd 53 ríkja, fagnaði tilkomu laganna á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Ríki eigi að hafa rétt á því að haga sínum innanríkismálum eins og þeim sýnist, án íhlutunar alþjóðasamfélagsins. „Við trúum því að öll ríki megi standa vörð um þjóðaröryggi sitt með lagasetningu og mælum með öllum skrefum í þá átt,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna 53. Hong Kong Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Lam segir öryggislögin ekki hafa áhrif á frelsi íbúa Kínverjar samþykktu í dag umdeilda löggjöf um öryggi Hong Kong. Lögin eru sögð svar við mótmælahrinu síðasta árs. 30. júní 2020 19:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. Þvinganirnar eru tilkomnar vegna nýrra öryggislega kínverskra yfirvalda, en áður höfðu bandarísk stjórnvöld afnumið sérstaka stöðu Hong Kong fyrir bandarískum lögum. Samkvæmt hinum umdeildu öryggislögum sem tóku gildi í gær er refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þá er hvers kyns niðurrifsstarfsemi, leynimakk með erlendum öflum og krafa um aðskilnað Hong Kong og Kína refsiverð. Lögreglan hefur þegar handtekið rúmlega 300 íbúa Hong Kong, þar af hið minnsta níu fyrir brot sem urðu fyrst refsiverð með tilkomu nýju laganna. Ein þeirra, að sögn New York Times, er 15 ára stúlka. Aðgerðirnar sem fulltrúadeildin samþykkti í gærkvöld þurfa samþykki öldungadeildar svo þær taki gildi. Forseti fulltrúadeildarinnar, Nancy Pelosi, sagði að nýju öryggislögin væru „hrottafengin og víðfem herferð gegn íbúum Hong Kong, hvers eina ætlunarverk er að eyða frelsinu sem þeim var lofað.“ Tekur hún þar í sama streng og margir vestrænir leiðtogar sem hafa fordæmt öryggislögin. Þeirra á meðal eru ráðamenn í Bretlandi, Evrópusambandinu, Japan og Kanada. Fordæmingin er þó ekki algjör. Kúba, fyrir hönd 53 ríkja, fagnaði tilkomu laganna á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Ríki eigi að hafa rétt á því að haga sínum innanríkismálum eins og þeim sýnist, án íhlutunar alþjóðasamfélagsins. „Við trúum því að öll ríki megi standa vörð um þjóðaröryggi sitt með lagasetningu og mælum með öllum skrefum í þá átt,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna 53.
Hong Kong Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Lam segir öryggislögin ekki hafa áhrif á frelsi íbúa Kínverjar samþykktu í dag umdeilda löggjöf um öryggi Hong Kong. Lögin eru sögð svar við mótmælahrinu síðasta árs. 30. júní 2020 19:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00
Lam segir öryggislögin ekki hafa áhrif á frelsi íbúa Kínverjar samþykktu í dag umdeilda löggjöf um öryggi Hong Kong. Lögin eru sögð svar við mótmælahrinu síðasta árs. 30. júní 2020 19:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent