KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2020 21:18 Ægir Jarl skoraði þrjú í kvöld. Vísir/Bára KR, Valur og Afturelding tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu átta mörk í Egilshöllinni. Valur skoraði þrjú gegn 4. deildarliði SR og Afturelding lagði Árborg með þremur mörkum gegn engu. KR skoraði átta | Skoraði í sínum fyrsta mótsleik KR vann 3. deildarlið Vængja Júpíters 8-1 inn í Egilshöll. Leikurinn var þó óvænt nokkuð jafn framan af en Kristján Flóki Finnbogason kom KR yfir í upphafi leiks en Andi Andri Morina jafnaði metin tveimur mínútum síðar fyrir heimamenn. Stefán Árni Geirsson kom Íslandsmeisturum KR yfir áður en flautað var til hálfleiks en staðan þó aðeins 2-1 í hálfleik. Í þeim síðari blésu KR-ingar í herlúðrana eftir að Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, hefur eflaust sagt leikmönnum sínum til syndanna. Ægir Jarl Jónasson skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik ásamt því að Pablo Punyed, Kennie Chopart og Jóhannes Kristinn Bjarnason - í sínum fyrsta mótsleik fyrir KR - gerðu allir eitt mark. Leikurinn var þó ekki eingöngu gleði fyrir Vesturbæinga en Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður, meiddist illa á hné þegar tæpur klukkutími var liðinn og þurfti að yfirgefa völlinn. Óvíst er hvort hann leiki meira með í sumar. Valur í basli í Laugardalnum Valur mætti SR, venslaliði Þróttar Reykjavíkur, sem leikur í 4. deild. Björgólfur Takefusa - sem lék með KR, Fylki, Þrótti og Val á sínum tíma - var í fremstu víglínu SR og fiskaði víti um miðbik fyrri hálfleiks. Tók hann vítið sjálfur en Sveinn Sigurður Jóhannesson varði slaka spyrnu Björgólfs. Sigurður Egill Lárusson kom svo Val yfir þegar rúmur hálftími var liðinn. Staðan þó aðeins 1-0 í hálfleik. Í þeim síðari skoruðu Lasse Petry og varamaðurinn Aron Bjarnason. Lokatölur 3-0 en reiknað var með töluvert stærri sigri Vals í kvöld. Þá vann Afturelding, sem leikur í Lengjudeildinni, 3-0 sigur á Árborg sem leikur í 4. og neðstu deild. Markarskorarar fengnir frá Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir ÍBV skoraði sjö og fór örugglega áfram inn í 16-liða úrslitin ÍBV flaug örugglega inn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 23. júní 2020 20:13 Umfjöllun: Fram - ÍR 3-1 | Safamýrapiltar lentu undir en komust áfram Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á 2. deildarliði ÍR. Þrjú af fjórum mörkum leiksins komu í fyrri hálfleik en gestirnir úr Breiðholti komust yfir í leiknum. 23. júní 2020 20:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
KR, Valur og Afturelding tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu átta mörk í Egilshöllinni. Valur skoraði þrjú gegn 4. deildarliði SR og Afturelding lagði Árborg með þremur mörkum gegn engu. KR skoraði átta | Skoraði í sínum fyrsta mótsleik KR vann 3. deildarlið Vængja Júpíters 8-1 inn í Egilshöll. Leikurinn var þó óvænt nokkuð jafn framan af en Kristján Flóki Finnbogason kom KR yfir í upphafi leiks en Andi Andri Morina jafnaði metin tveimur mínútum síðar fyrir heimamenn. Stefán Árni Geirsson kom Íslandsmeisturum KR yfir áður en flautað var til hálfleiks en staðan þó aðeins 2-1 í hálfleik. Í þeim síðari blésu KR-ingar í herlúðrana eftir að Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, hefur eflaust sagt leikmönnum sínum til syndanna. Ægir Jarl Jónasson skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik ásamt því að Pablo Punyed, Kennie Chopart og Jóhannes Kristinn Bjarnason - í sínum fyrsta mótsleik fyrir KR - gerðu allir eitt mark. Leikurinn var þó ekki eingöngu gleði fyrir Vesturbæinga en Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður, meiddist illa á hné þegar tæpur klukkutími var liðinn og þurfti að yfirgefa völlinn. Óvíst er hvort hann leiki meira með í sumar. Valur í basli í Laugardalnum Valur mætti SR, venslaliði Þróttar Reykjavíkur, sem leikur í 4. deild. Björgólfur Takefusa - sem lék með KR, Fylki, Þrótti og Val á sínum tíma - var í fremstu víglínu SR og fiskaði víti um miðbik fyrri hálfleiks. Tók hann vítið sjálfur en Sveinn Sigurður Jóhannesson varði slaka spyrnu Björgólfs. Sigurður Egill Lárusson kom svo Val yfir þegar rúmur hálftími var liðinn. Staðan þó aðeins 1-0 í hálfleik. Í þeim síðari skoruðu Lasse Petry og varamaðurinn Aron Bjarnason. Lokatölur 3-0 en reiknað var með töluvert stærri sigri Vals í kvöld. Þá vann Afturelding, sem leikur í Lengjudeildinni, 3-0 sigur á Árborg sem leikur í 4. og neðstu deild. Markarskorarar fengnir frá Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir ÍBV skoraði sjö og fór örugglega áfram inn í 16-liða úrslitin ÍBV flaug örugglega inn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 23. júní 2020 20:13 Umfjöllun: Fram - ÍR 3-1 | Safamýrapiltar lentu undir en komust áfram Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á 2. deildarliði ÍR. Þrjú af fjórum mörkum leiksins komu í fyrri hálfleik en gestirnir úr Breiðholti komust yfir í leiknum. 23. júní 2020 20:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
ÍBV skoraði sjö og fór örugglega áfram inn í 16-liða úrslitin ÍBV flaug örugglega inn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 23. júní 2020 20:13
Umfjöllun: Fram - ÍR 3-1 | Safamýrapiltar lentu undir en komust áfram Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á 2. deildarliði ÍR. Þrjú af fjórum mörkum leiksins komu í fyrri hálfleik en gestirnir úr Breiðholti komust yfir í leiknum. 23. júní 2020 20:00
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti