Erlent

Finnar bjóða Ís­lendinga vel­komna

Atli Ísleifsson skrifar
Frá finnsku höfuðborginni Helsinki.
Frá finnsku höfuðborginni Helsinki. Getty

Finnsk stjórnvöld hafa opnað á ferðir einstaklinga frá sex löndum til Finnlands frá og með 15. júní næstkomandi. Ísland er eitt þeirra ríkja, en athygli vekur að grannlandið Svíþjóð er ekki á lista.

Fulltrúar finnsku ríkisstjórnarflokkanna hafa setið á fundi í morgun og samið um hvernig skuli slaka á lokun landsins og sömuleiðis samkomubanni.

YLE segir frá því að frá og með næsta mánudegi verði landamærin opnuð fyrir fólk frá Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Danmörku og Íslandi. Reglum um sóttkví fyrir fólk sem kemur frá þessum löndum verður sömuleiðis aflétt.

Engar breytingar verða hins vegar gerðar fyrir ferðir einstakliga frá Svíþjóð. „Því miður er ástand faraldursins í Svíþjóð svo slæmt að verið getum enn ekki slakað á hömlunum varðandi Svíþjóð. Svíþjóð er enn mjög mikilvægt fyrir okkur og við munum slaka á takmörkunum eins fljótt og hægt er,“ sagði innanríkisráðherrann Maria Ohisalo.

Vissar undantekningar gilda þó varðandi ferðir fólks frá Svíþjóð. Þannig mega einstaklingar í Svíþjóð koma til Finnlands eigi þeir fasteign þar. Sömuleiðis má fólk í Svíþjóð koma til landsins eigi þeir í ástarsambandi við einstakling í Finnlandi.

Ohisalo segir að tilkynnt verði um frekari tilslakanir að tveimur vikum liðnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×