Brynjólfur um nafnabreytinguna: „Aldrei notað eða verið kallaður Darri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2020 08:00 Brynjólfur Andersen fagnar öðru marka sinna í 3-3 jafntefli gegn Val síðasta sumar. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Það styttist í Pepsi Max deild karla í fótbolta og eftirvæntingin er mikil. Mikil spenna ríkir fyrir liði Breiðabliks en Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason eru teknir við liðinu eftir frábæran árangur með Gróttu en Seltirningar leika í fyrsta sinn í efstu deild í sumar. Leikstíll Gróttu undanfarin tvö ár hefur vakið mikla athygli og verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þeim Óskari Hrafni og Halldóri mun ganga að fá Breiðablik til að spila eins í efstu deild. Það er þó ekki það eina sem breytist í liði Breiðabliks en einn leikmaður liðsins breytti nýverið nafni sínu. Hinn tvítugi Brynjólfur Andersen Willumsson lék 17 deildarleiki í liði Blika á síðustu leiktíð og skoraði þrjú mörk. Þá var hann hins vegar titlaður Brynjólfur Darri Willumsson á leikskýrslu. „Þetta er ættarnafnið okkar, tvö yngri systkini mín heita þetta og ég ákvað loks að láta breyta þessu,“ sagði Brynjólfur Andersen í viðtali við Vísi en upphaflega hafði hann ætlað að breyta nafni sínu þegar hann fermdist. „Ég hef aldrei verið kallaður Darri af neinum, ekki einu sinni mömmu og pabba. Hef heldur aldrei notað það sjálfur og það er ekki tengt neinu sérstöku svo ég ákvað að breyta því,“ sagði Brynjólfur. Faðir hans, Willum Þór Þórsson, er fyrrum þjálfari KR og núverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Brynjólfur sagði jafnframt að hann hefði rætt þetta við foreldra sína og að þau hefðu verið sammála um að breyta því fyrst það væri það sem hann vildi. Willum Þór Willumsson, eldri bróðir Brynjólfs, leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi hefur þó ekki tekið upp ættarnafnið eins og systkini sín. Það er einföld skýring á því. „Millinafnið hans er náttúrulega nafnið hans afa svo við viljum ekki breyta því og það er eiginlega alltof mikið að vera með fjögur nöfn.“ Að lokum var Brynjólfur spurður út í komandi tímabil undir stjórn Óskars og Halldórs. „Menn eru orðnir vel spenntir fyrir því að byrja þetta mót,“ en sökum kórónufaraldursins hefur íslenska undirbúningstímabilið lengst enn frekar. Var það nógu langt fyrir. „Þetta er bara fótbolti eftir allt saman, það er ekki mikið sem breytist. Aðallega það að við spilum enn meira út frá marki en við höfum gert vanalega. Breiðablik hefur samt alltaf unnið með að spila boltanum en það eru kannski aðeins öðruvísi útfærslur en áður,“ sagði Brynjólfur að lokum. Brynjólfur hefur alls leikið 31 leik fyrir meistaraflokk Breiðabliks og spá því margir að hann muni springa út í sumar. Þá hefur hann leikið fyrir alls 19 leiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings í Pepsi Max deildinni, sagði nýverið að ef hann mætti velja tvo leikmenn úr Pepsi Max deildinni í sitt lið þá væri Brynjólfur annar þeirra. „Ég myndi þá taka Brynjólf Darra líka. Ég þekki pabba hans ágætlega og það er „nasty“ í honum, á jákvæðan hátt. Hann er góður leikmaður og efnilegur. Hann getur náð mjög langt ef hausinn á honum helst í lagi og ef hann helst heill, sem ég held að hann verði. Ég sé hann oft í Fífunni vera æfa einn. Ég bíð spenntur eftir því að sjá hann í sumar.“ Breiðablik mætir Gróttu á Kópavogsvelli sunnudaginn 14. júní í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fyrsti leikur deildarinnar er á laugardeginum þegar Valur fá erkifjendurna KR í heimsókn á Hlíðarenda. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Ellefu leikir í beinni þegar Pepsi Max deildirnar fara af stað Pepsi Max deildirnar fara af stað 12. og 13. júní næstkomandi og það verður mikið af beinum sjónvarpsútsendingum þessa fyrstu helgi Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. 3. júní 2020 13:49 Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45 Hjörvar um Ágúst: „Seldi bestu heyrnartólin á daginn og hélt Fjölni upp á kvöldin“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Ágúst Gylfason þurfi ekki að sanna neitt hjá Gróttu eftir að samningur hans við Breiðablik hafi ekki verið endurnýjan eftir tveggja ára veru í Kópavoginum. 28. maí 2020 09:30 Boðin vinna sem húsvörður í foreldraviðtali Kjartan Atli Kjartansson fylgdi Guðjóni Pétri Lýðssyni eftir í vinnunni í Urriðaholtsskóla. 27. maí 2020 13:30 Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. 17. apríl 2020 11:30 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Það styttist í Pepsi Max deild karla í fótbolta og eftirvæntingin er mikil. Mikil spenna ríkir fyrir liði Breiðabliks en Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason eru teknir við liðinu eftir frábæran árangur með Gróttu en Seltirningar leika í fyrsta sinn í efstu deild í sumar. Leikstíll Gróttu undanfarin tvö ár hefur vakið mikla athygli og verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þeim Óskari Hrafni og Halldóri mun ganga að fá Breiðablik til að spila eins í efstu deild. Það er þó ekki það eina sem breytist í liði Breiðabliks en einn leikmaður liðsins breytti nýverið nafni sínu. Hinn tvítugi Brynjólfur Andersen Willumsson lék 17 deildarleiki í liði Blika á síðustu leiktíð og skoraði þrjú mörk. Þá var hann hins vegar titlaður Brynjólfur Darri Willumsson á leikskýrslu. „Þetta er ættarnafnið okkar, tvö yngri systkini mín heita þetta og ég ákvað loks að láta breyta þessu,“ sagði Brynjólfur Andersen í viðtali við Vísi en upphaflega hafði hann ætlað að breyta nafni sínu þegar hann fermdist. „Ég hef aldrei verið kallaður Darri af neinum, ekki einu sinni mömmu og pabba. Hef heldur aldrei notað það sjálfur og það er ekki tengt neinu sérstöku svo ég ákvað að breyta því,“ sagði Brynjólfur. Faðir hans, Willum Þór Þórsson, er fyrrum þjálfari KR og núverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Brynjólfur sagði jafnframt að hann hefði rætt þetta við foreldra sína og að þau hefðu verið sammála um að breyta því fyrst það væri það sem hann vildi. Willum Þór Willumsson, eldri bróðir Brynjólfs, leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi hefur þó ekki tekið upp ættarnafnið eins og systkini sín. Það er einföld skýring á því. „Millinafnið hans er náttúrulega nafnið hans afa svo við viljum ekki breyta því og það er eiginlega alltof mikið að vera með fjögur nöfn.“ Að lokum var Brynjólfur spurður út í komandi tímabil undir stjórn Óskars og Halldórs. „Menn eru orðnir vel spenntir fyrir því að byrja þetta mót,“ en sökum kórónufaraldursins hefur íslenska undirbúningstímabilið lengst enn frekar. Var það nógu langt fyrir. „Þetta er bara fótbolti eftir allt saman, það er ekki mikið sem breytist. Aðallega það að við spilum enn meira út frá marki en við höfum gert vanalega. Breiðablik hefur samt alltaf unnið með að spila boltanum en það eru kannski aðeins öðruvísi útfærslur en áður,“ sagði Brynjólfur að lokum. Brynjólfur hefur alls leikið 31 leik fyrir meistaraflokk Breiðabliks og spá því margir að hann muni springa út í sumar. Þá hefur hann leikið fyrir alls 19 leiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings í Pepsi Max deildinni, sagði nýverið að ef hann mætti velja tvo leikmenn úr Pepsi Max deildinni í sitt lið þá væri Brynjólfur annar þeirra. „Ég myndi þá taka Brynjólf Darra líka. Ég þekki pabba hans ágætlega og það er „nasty“ í honum, á jákvæðan hátt. Hann er góður leikmaður og efnilegur. Hann getur náð mjög langt ef hausinn á honum helst í lagi og ef hann helst heill, sem ég held að hann verði. Ég sé hann oft í Fífunni vera æfa einn. Ég bíð spenntur eftir því að sjá hann í sumar.“ Breiðablik mætir Gróttu á Kópavogsvelli sunnudaginn 14. júní í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fyrsti leikur deildarinnar er á laugardeginum þegar Valur fá erkifjendurna KR í heimsókn á Hlíðarenda.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Ellefu leikir í beinni þegar Pepsi Max deildirnar fara af stað Pepsi Max deildirnar fara af stað 12. og 13. júní næstkomandi og það verður mikið af beinum sjónvarpsútsendingum þessa fyrstu helgi Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. 3. júní 2020 13:49 Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45 Hjörvar um Ágúst: „Seldi bestu heyrnartólin á daginn og hélt Fjölni upp á kvöldin“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Ágúst Gylfason þurfi ekki að sanna neitt hjá Gróttu eftir að samningur hans við Breiðablik hafi ekki verið endurnýjan eftir tveggja ára veru í Kópavoginum. 28. maí 2020 09:30 Boðin vinna sem húsvörður í foreldraviðtali Kjartan Atli Kjartansson fylgdi Guðjóni Pétri Lýðssyni eftir í vinnunni í Urriðaholtsskóla. 27. maí 2020 13:30 Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. 17. apríl 2020 11:30 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Ellefu leikir í beinni þegar Pepsi Max deildirnar fara af stað Pepsi Max deildirnar fara af stað 12. og 13. júní næstkomandi og það verður mikið af beinum sjónvarpsútsendingum þessa fyrstu helgi Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. 3. júní 2020 13:49
Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45
Hjörvar um Ágúst: „Seldi bestu heyrnartólin á daginn og hélt Fjölni upp á kvöldin“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Ágúst Gylfason þurfi ekki að sanna neitt hjá Gróttu eftir að samningur hans við Breiðablik hafi ekki verið endurnýjan eftir tveggja ára veru í Kópavoginum. 28. maí 2020 09:30
Boðin vinna sem húsvörður í foreldraviðtali Kjartan Atli Kjartansson fylgdi Guðjóni Pétri Lýðssyni eftir í vinnunni í Urriðaholtsskóla. 27. maí 2020 13:30
Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. 17. apríl 2020 11:30