Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Thomas Mikkelsen skoraði tvívegis í leik Breiðabliks og Vals í gær.
Thomas Mikkelsen skoraði tvívegis í leik Breiðabliks og Vals í gær. Vísir/Bára

Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan þökk sé BlikarTv sem tók leikinn upp.

Leikurinn var einkar fjörugur og ljóst að sóknarleikur liðanna verður ekki vandamál í sumar. Það má þó eflaust setja stór spurningamerki við varnarleik beggja liða.

Dönsku framherjarnir Thomas Mikkelsen og Patrick Pedersen gerðu tvö mörk hvor en þeir verða án efa meðal markahæstu manna í deildinni í sumar. 

Leikurinn var mjög sveiflukenndur en gestirnir komust yfir eftir aðeins tíu mínútur. Heimamenn svöruðu með tveimur  mörkum á tíu mínútna kafla áður en Patrick Pedersen jafnaði metin fyrir hálfleik og kom Val yfir í þeim síðari. Það var svo varamaðurinn Kwame Quee sem jafnaði metin í uppbótartíma fyrir Blika.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.