Íslenski boltinn

Ellefu leikir í beinni þegar Pepsi Max deildirnar fara af stað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valur - KR, Pepsi deild karla. Sumar 2019. Knattspyrna, fótbolti.
Valur - KR, Pepsi deild karla. Sumar 2019. Knattspyrna, fótbolti. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir

Mótanefnd Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest niðurröðun leikja á Íslandsmótum meistaraflokka karla og kvenna í sumar.

KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni og þar kemur líka fram að á síðustu dögum hafi verið gerðar breytingar á leikjum í flestum af mótum meistaraflokkanna.

Það er samt bara búið að staðfesta leiki í Pepsi Max deildunum tveimur til 1. ágúst eða fram að Verslunarmannahelgi. Það kemur til vegna óvissu með leikdaga í Evrópukeppnum félagsliða.

Pepsi Max deild kvenna hefst með leik Vals og KR á Origo vellinum á Hlíðarenda föstudagskvöldið 12. júní næstkomandi. Þrír leikir verða síðan á laugardeginum og umferðin klárast síðan með leik ÍBV og nýliða Þróttar sunnudaginn 14. júní.

Pepsi Max deild karla hefst með leik Vals og KR á Origo vellinum á Hlíðarenda laugardalskvöldið 13. júní næstkomandi. Fjórir leikir fara síðan fram á sunnudeginum og umferðina klárast með leik Stjörnunnar og Fylkis á mánudagskvöldinu.

Allir leikirnir í fyrstu umferð Pepsi Max deild karla og Pepsi Max deild kvenna verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Frá klukkan sjö föstudagskvöldið 12. júní til rúmlega níu mánudagskvöldið 15. júní verða því ellefu íslenskir fótboltaleikir í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö.

Beinar útsendingar á Stöð 2 Sport 12. til 15. júní

 • Föstudagur 12. júní
 • 19.15 Pepsi Max deild kvenna Valur-KR
 • Laugardagur 13. júní
 • 13.00 Pepsi Max deild kvenna Breiðablik-FH
 • 15.00 Pepsi Max deild kvenna Fylkir-Selfoss
 • 17.00 Pepsi Max deild kvenna Þór/KA-Stjarnan
 • 20.00 Pepsi Max deild karla Valur-KR
 • Sunnudagur 14. júní
 • 13.30 Pepsi Max deild karla HK-FH
 • 15.45 Pepsi Max deild karla ÍA-KA
 • 16.00 Pepsi Max deild kvenna ÍBV-Þróttur
 • 18.00 Pepsi Max deild karla Víkingur-Fjölnir
 • 20.15 Pepsi Max deild karla Breiðablik-Grótta
 • Mánudagur 15. júní
 • 19.15 Pepsi Max deild karla Stjarnan-Fylkir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.