Fótbolti

Hjör­var um Ágúst: „Seldi bestu heyrnar­tólin á daginn og hélt Fjölni upp á kvöldin“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörvar Hafliðason segir að Ágúst Gylfason fari pressulaus inn í sumarið.
Hjörvar Hafliðason segir að Ágúst Gylfason fari pressulaus inn í sumarið. vísir/s2s

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Ágúst Gylfason þurfi ekki að sanna neitt hjá Gróttu eftir að samningur hans við Breiðablik hafi ekki verið endurnýjaður eftir tveggja ára veru í Kópavoginum.

Ágúst tók við nýliðum Gróttu í haust eftir að hafa stýrt Blikum til silfurs tímabilin tvö þar á undan. Davíð Þór Viðarsson, annar spekingur þáttarins, sagði að Ágúst væri á leiðinni í krefjandi verkefni með nýliðana.

„Þetta er ótrúlega krefjandi verkefni að fara í. Set-upið er eins og allir vita öðruvísi en hjá öðrum liðum í efstu deild og mér finnst hann hugaður að taka þetta að sér,“ sagði Davíð Þór en Grótta hefur tekið þann pól í hæðina að greiða ekki leikmönnum sínum laun.

Aðspurður hvort að Ágúst þyrfti að sanna sig upp á nýtt svaraði Hjörvar:

„Hann þarf ekki að sanna neitt. Hann tók við Fjölni og það auðveldasta sem hann gerði var að stabílisera Fjölni. Hann seldi bestu heyrnartólin á daginn og hélt uppi Fjölni á kvöldin. Það var það léttasta sem hann hefur gert.“

„Hann fer til Breiðabliks og lendir í 2. sæti og 2. sæti. Fer í bikarúrslit og svo í undanúrslit. Hafandi fylgst ágætlega með Blikunum undanfarin ár þá spyr maður sig hvað vantaði. Er þetta ekki nógu gott fyrir ykkur?“

Klippa: Pepsi Max-upphitun - Hjörvar um Ágúst og Gróttu


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.