Íslenski boltinn

„FH-ingar vildu ekki sjá Hörð Inga fyrir tveimur árum“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Ingi hefur leikið tólf leiki fyrir U-21 árs landslið Íslands.
Hörður Ingi hefur leikið tólf leiki fyrir U-21 árs landslið Íslands. vísir/bára

Eftir mikið japl, jaml og fuður seldi ÍA Hörð Inga Gunnarsson til FH í gær. Hann er uppalinn FH-ingur en hefur leikið með ÍA undanfarin tvö tímabil. Þar áður var hann hjá Víkingi Ó. og HK.

Í samtali við Sportið í dag sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, að Skagamenn hafi á endanum ákveðið að selja Hörð. Tilboð FH-inga hafi einfaldlega verið of gott til að hafna því.

„Þetta er búin að vera skrítin saga og erfitt að eiga við þetta. Við erum með okkar áætlun og Hörður var hluti af okkar liði. Maður er vonsvikinn að hann vilji fara. En þetta var best fyrir okkur. Við gerðum þetta á okkar forsendum. Við ákváðum að láta hann fara,“ sagði Jóhannes Karl.

„Á sama tíma fengum við fáránlega gott tilboð fyrir bakvörð á Íslandi. Við töldum að þetta væri gott fyrir félagið. Við erum með unga og efnilega stráka sem munu stíga inn í staðinn fyrir Hörð.“

Eins og áður sagði er Hörður FH-ingur að upplagi. Hann náði þó ekki að leika með meistaraflokki FH áður en hann fór frá félaginu.

„Hörður vildi fara aftur heim í FH. Samt sem áður vildu FH-ingar ekki sjá hann fyrir svona tveimur árum og höfðu engan áhuga á honum. En núna vildu þeir fá hann og hann fara til FH,“ sagði Jóhannes Karl.

Klippa: Sportið í dag - Jói Kalli um að missa Hörð Inga til FH

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Hörður Ingi á endanum til FH frá ÍA

Bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt FH eftir að hafa leikið með ÍA síðustu tvö ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.