Íslenski boltinn

Hörður Ingi á endanum til FH frá ÍA

Sindri Sverrisson skrifar
Hörður Ingi Gunnarsson er leikmaður U21-landsliðsins.
Hörður Ingi Gunnarsson er leikmaður U21-landsliðsins. vísir/vilhelm

Bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt FH eftir að hafa leikið með ÍA síðustu tvö ár.

Í febrúar fullyrti umboðsmaður Harðar í viðtali við Fótbolta.net að ÍA hefði hafnað mettilboði í kappann. Hvað svo sem að til er í því þá varð ekkert af vistaskiptum Harðar þá og fór hann til reynslu hjá norska liðinu Start. Nú er hins vegar ljóst að hann mun leika með FH í sumar en FH greindi frá þessu í kvöld.

Hörður Ingi er 21 árs gamall og fór með liði ÍA upp úr 1. deild sumarið 2018 og lék svo með liðinu í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Áður hafði hann leikið með HK og Víkingi Ó. en Hörður Ingi er uppalinn hjá FH. Hann á að baki 12 leiki fyrir U21-landslið Íslands og alls 23 leiki fyrir yngri landsliðin.

FH hefur í vetur misst nokkurn fjölda leikmanna en fengið sterka leikmenn í Daníel Hafsteinssyni, Baldri Sigurðssyni og nú Herði Inga.


Tengdar fréttir

Segir ÍA hafa hafnað mettilboði í íslenskum fótbolta

FH-ingar vilja endurheimta bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson frá ÍA og eru tilbúnir að borga hærra verð en áður hefur verið greitt fyrir leikmann í félagaskiptum á milli tveggja íslenskra knattspyrnufélaga. Skagamenn vilja hins vegar halda leikmanninum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.