Forsætisráðherrann fékk ekki að hitta móður sína fyrir andlátið Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 11:59 Reglur sem ríkisstjórn Rutte forsætisráðherra komu í veg fyrir að hann gæti hitt aldraða móður sína síðustu vikurnar áður en hún andaðist fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann hafi ekki fengið að hitta 96 ára gamla móður sína síðustu vikurnar sem hún lifði vegna heimsóknatakmarkana sem eru í gildi á hjúkrunarheimilum vegna kórónuveirufaraldursins. Móðir ráðherrans lést fyrir tæpum tveimur vikum en ekki af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Þá höfðu takmarkanir sem ríkisstjórn Rutte kom á verið í gildi í meira en tvo mánuði. Talsmaður Rutte segir forsætisráðherrann hafa fylgt öllum fyrirmælum yfirvalda. Washington Post segir að tilfelli forsætisráðherrans sé dæmigert fyrir þær fórnir sem margir hafa þurft að færa til að hefta útbreiðslu farsóttarinnar undanfarnar vikur og mánuði. Nú stendur þó til að slaka á takmörkunum á hjúkrunarheimilum. Rutte hefur þótt til fyrirmyndar í hvernig bregðast eigi við faraldrinum á sama tíma og ýmsir kollegar hans í Evrópu hafa gerst sekir um að hafa fyrirmæli yfirvalda að engu. Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, þurfti að biðjast afsökunar opinberlega eftir að til hans sást á veitingastað meira en klukkustund eftir að reglur kváðu á um að þeim bæri að loka. Á Írlandi á Leo Varadkar, forsætisráðherra, í vök að verjast vegna lautarferðar í garði nýlega. Hann heldur því fram að lautarferðin hafi ekki stangast á við fyrirmæli stjórnvalda jafnvel þó að í þeim hafi sérstaklega verið varað við því að fólk færi í lautarferðir. Þá sætir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, harðri gagnrýni fyrir að standa við bakið á Dominic Cummings, aðalráðgjafa sínum, eftir að sá síðarnefndi varð uppvís að því að ferðast hundruð kílómetra frá London með eiginkonu sína sem sýndi einkenni Covid-19 og barn á sama tíma og stjórnvöld lögðu fast að almenningi að halda sig heima til að stöðva útbreiðslu faraldursins. Holland Bretland Austurríki Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. 24. maí 2020 20:53 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann hafi ekki fengið að hitta 96 ára gamla móður sína síðustu vikurnar sem hún lifði vegna heimsóknatakmarkana sem eru í gildi á hjúkrunarheimilum vegna kórónuveirufaraldursins. Móðir ráðherrans lést fyrir tæpum tveimur vikum en ekki af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Þá höfðu takmarkanir sem ríkisstjórn Rutte kom á verið í gildi í meira en tvo mánuði. Talsmaður Rutte segir forsætisráðherrann hafa fylgt öllum fyrirmælum yfirvalda. Washington Post segir að tilfelli forsætisráðherrans sé dæmigert fyrir þær fórnir sem margir hafa þurft að færa til að hefta útbreiðslu farsóttarinnar undanfarnar vikur og mánuði. Nú stendur þó til að slaka á takmörkunum á hjúkrunarheimilum. Rutte hefur þótt til fyrirmyndar í hvernig bregðast eigi við faraldrinum á sama tíma og ýmsir kollegar hans í Evrópu hafa gerst sekir um að hafa fyrirmæli yfirvalda að engu. Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, þurfti að biðjast afsökunar opinberlega eftir að til hans sást á veitingastað meira en klukkustund eftir að reglur kváðu á um að þeim bæri að loka. Á Írlandi á Leo Varadkar, forsætisráðherra, í vök að verjast vegna lautarferðar í garði nýlega. Hann heldur því fram að lautarferðin hafi ekki stangast á við fyrirmæli stjórnvalda jafnvel þó að í þeim hafi sérstaklega verið varað við því að fólk færi í lautarferðir. Þá sætir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, harðri gagnrýni fyrir að standa við bakið á Dominic Cummings, aðalráðgjafa sínum, eftir að sá síðarnefndi varð uppvís að því að ferðast hundruð kílómetra frá London með eiginkonu sína sem sýndi einkenni Covid-19 og barn á sama tíma og stjórnvöld lögðu fast að almenningi að halda sig heima til að stöðva útbreiðslu faraldursins.
Holland Bretland Austurríki Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. 24. maí 2020 20:53 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. 24. maí 2020 20:53