Forsætisráðherrann fékk ekki að hitta móður sína fyrir andlátið Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 11:59 Reglur sem ríkisstjórn Rutte forsætisráðherra komu í veg fyrir að hann gæti hitt aldraða móður sína síðustu vikurnar áður en hún andaðist fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann hafi ekki fengið að hitta 96 ára gamla móður sína síðustu vikurnar sem hún lifði vegna heimsóknatakmarkana sem eru í gildi á hjúkrunarheimilum vegna kórónuveirufaraldursins. Móðir ráðherrans lést fyrir tæpum tveimur vikum en ekki af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Þá höfðu takmarkanir sem ríkisstjórn Rutte kom á verið í gildi í meira en tvo mánuði. Talsmaður Rutte segir forsætisráðherrann hafa fylgt öllum fyrirmælum yfirvalda. Washington Post segir að tilfelli forsætisráðherrans sé dæmigert fyrir þær fórnir sem margir hafa þurft að færa til að hefta útbreiðslu farsóttarinnar undanfarnar vikur og mánuði. Nú stendur þó til að slaka á takmörkunum á hjúkrunarheimilum. Rutte hefur þótt til fyrirmyndar í hvernig bregðast eigi við faraldrinum á sama tíma og ýmsir kollegar hans í Evrópu hafa gerst sekir um að hafa fyrirmæli yfirvalda að engu. Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, þurfti að biðjast afsökunar opinberlega eftir að til hans sást á veitingastað meira en klukkustund eftir að reglur kváðu á um að þeim bæri að loka. Á Írlandi á Leo Varadkar, forsætisráðherra, í vök að verjast vegna lautarferðar í garði nýlega. Hann heldur því fram að lautarferðin hafi ekki stangast á við fyrirmæli stjórnvalda jafnvel þó að í þeim hafi sérstaklega verið varað við því að fólk færi í lautarferðir. Þá sætir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, harðri gagnrýni fyrir að standa við bakið á Dominic Cummings, aðalráðgjafa sínum, eftir að sá síðarnefndi varð uppvís að því að ferðast hundruð kílómetra frá London með eiginkonu sína sem sýndi einkenni Covid-19 og barn á sama tíma og stjórnvöld lögðu fast að almenningi að halda sig heima til að stöðva útbreiðslu faraldursins. Holland Bretland Austurríki Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. 24. maí 2020 20:53 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann hafi ekki fengið að hitta 96 ára gamla móður sína síðustu vikurnar sem hún lifði vegna heimsóknatakmarkana sem eru í gildi á hjúkrunarheimilum vegna kórónuveirufaraldursins. Móðir ráðherrans lést fyrir tæpum tveimur vikum en ekki af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Þá höfðu takmarkanir sem ríkisstjórn Rutte kom á verið í gildi í meira en tvo mánuði. Talsmaður Rutte segir forsætisráðherrann hafa fylgt öllum fyrirmælum yfirvalda. Washington Post segir að tilfelli forsætisráðherrans sé dæmigert fyrir þær fórnir sem margir hafa þurft að færa til að hefta útbreiðslu farsóttarinnar undanfarnar vikur og mánuði. Nú stendur þó til að slaka á takmörkunum á hjúkrunarheimilum. Rutte hefur þótt til fyrirmyndar í hvernig bregðast eigi við faraldrinum á sama tíma og ýmsir kollegar hans í Evrópu hafa gerst sekir um að hafa fyrirmæli yfirvalda að engu. Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, þurfti að biðjast afsökunar opinberlega eftir að til hans sást á veitingastað meira en klukkustund eftir að reglur kváðu á um að þeim bæri að loka. Á Írlandi á Leo Varadkar, forsætisráðherra, í vök að verjast vegna lautarferðar í garði nýlega. Hann heldur því fram að lautarferðin hafi ekki stangast á við fyrirmæli stjórnvalda jafnvel þó að í þeim hafi sérstaklega verið varað við því að fólk færi í lautarferðir. Þá sætir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, harðri gagnrýni fyrir að standa við bakið á Dominic Cummings, aðalráðgjafa sínum, eftir að sá síðarnefndi varð uppvís að því að ferðast hundruð kílómetra frá London með eiginkonu sína sem sýndi einkenni Covid-19 og barn á sama tíma og stjórnvöld lögðu fast að almenningi að halda sig heima til að stöðva útbreiðslu faraldursins.
Holland Bretland Austurríki Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. 24. maí 2020 20:53 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. 24. maí 2020 20:53
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“