Enski boltinn

Sex af 748 með kórónuveiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefnt er að því að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni á ný í næsta mánuði.
Stefnt er að því að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni á ný í næsta mánuði. getty/visionhaus

Sex af þeim 748 einstaklingum úr ensku úrvalsdeildinni sem hafa verið prófaðir fyrir kórónuveirunni reyndust smitaðir.

Í gær og fyrradag fóru alls 748 leik- og starfsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni í próf vegna kórónuveirunnar.

Niðurstöðurnar sýndu að sex af þessum 748 voru smitaðir af veirunni. Þeir koma úr þremur félögum.

Þeir smituðu fara núna í viku einangrun. Nöfn þeirra og félög verða ekki gefin upp.

Liðin í ensku úrvalsdeildinni hófu æfingar í dag eftir langt hlé.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.