Skyndiheimsóknir, GPS og myndbönd notuð svo ensku liðin svindli ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 08:30 Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni æfa í sérstökum vestum sem mæla alls konar upplýsingar eins og staðsetningu, hreyfingar og hjartslátt. Þau gefa miklar upplýsingar um hvernig liðin æfa. Hér eru Sadio Mane og Alex Oxlade-Chamberlain með slík vesti á æfingu með Liverpool. Getty/Andrew Powell Englendingar ætla að passa upp á það að ensku úrvalsdeildarliðin fylgi þeim reglum sem hafa verið settar nú þegar leikmenn liðanna hefja æfingar á ný. Ensku úrvalsdeildarliðin hefja æfingar á nýjan leik í dag með það markmið að hægt verði að spila aftur leiki frá og með 12. júní. Til að byrja með mega liðin hins vegar aðeins æfa í litlum hópum og það verður passað upp á það að þær reglur verði virtar. Premier League clubs can expect surprise inspections, GPS tracking and video analysis as they prepare for the season to resume.Read more:https://t.co/F2WCaJ4GPq pic.twitter.com/HuqT2mVB3R— BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2020 „Smá saman stefnum við að koma því þannig við að það verði eftirlitsmaður á hverjum æfingavelli,“ sagði Richard Garlick, yfirmaður fótboltamála hjá ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin mun einnig hafa aðgang að GPS-mælingum leikmanna sem og myndböndum af æfingum liðanna. Það mun enginn komast upp með það að svindla á reglunum. „Með því fáum við vissu um það að það sé verið að fylgja öllum reglum. Við ætlum síðan að fá inn sjálfstæðan eftirlitshóp á næstu dögum og þessi hópur getur dottið inn á æfingar án þess að gera boð á undan sér,“ sagði Richard Garlick. Auk þess að leikmenn mega ekki vera fleiri en fimm í hverjum æfingahópi þá má hver og einn leikmaður ekki æfa lengur en í 75 mínútum. Það verður líka að fylgja öllum reglum um samskiptafjarlægð á þessum æfingum. Premier League plan to swoop on clubs training sessions with surprise inspections to make sure social distancing protocols are being adhered to https://t.co/cFnJPKSIXM— Dan Roan (@danroan) May 18, 2020 12. júní átti að vera dagurinn sem enska úrvalsdeildin fer aftur af stað en í grein breska ríkisútvarpsins er búist við því að því seinki eitthvað. „12. júní var viðmið en við vorum ekki búin að festa neinn upphafsdag. Við viljum samt auðvitað ekki vera að færa þetta til og frá. Það á eftir að fara fram umræða um þetta. Allt mun velta mikið á því hvenær liðin geta farið að æfa á fullu með eðlilegum hætti. Þangað til getum við ekki ákveðið neitt og að sjálfsögðu þurfum við að vera sveigjanleg,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin munu líka spila á fimm helgum í röð og svo fjórum sinnum líka í miðri viku til þess að ná að klára þær níu umferðir sem eru eftir af mótinu. Enska úrvalsdeildin myndi með því klárast í júlí en það má lítið út af bregða ef deildin á ekki að klárast í ágúst, mánuðinum þar sem næsta tímabil byrjar í venjulegu árferði. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Englendingar ætla að passa upp á það að ensku úrvalsdeildarliðin fylgi þeim reglum sem hafa verið settar nú þegar leikmenn liðanna hefja æfingar á ný. Ensku úrvalsdeildarliðin hefja æfingar á nýjan leik í dag með það markmið að hægt verði að spila aftur leiki frá og með 12. júní. Til að byrja með mega liðin hins vegar aðeins æfa í litlum hópum og það verður passað upp á það að þær reglur verði virtar. Premier League clubs can expect surprise inspections, GPS tracking and video analysis as they prepare for the season to resume.Read more:https://t.co/F2WCaJ4GPq pic.twitter.com/HuqT2mVB3R— BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2020 „Smá saman stefnum við að koma því þannig við að það verði eftirlitsmaður á hverjum æfingavelli,“ sagði Richard Garlick, yfirmaður fótboltamála hjá ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin mun einnig hafa aðgang að GPS-mælingum leikmanna sem og myndböndum af æfingum liðanna. Það mun enginn komast upp með það að svindla á reglunum. „Með því fáum við vissu um það að það sé verið að fylgja öllum reglum. Við ætlum síðan að fá inn sjálfstæðan eftirlitshóp á næstu dögum og þessi hópur getur dottið inn á æfingar án þess að gera boð á undan sér,“ sagði Richard Garlick. Auk þess að leikmenn mega ekki vera fleiri en fimm í hverjum æfingahópi þá má hver og einn leikmaður ekki æfa lengur en í 75 mínútum. Það verður líka að fylgja öllum reglum um samskiptafjarlægð á þessum æfingum. Premier League plan to swoop on clubs training sessions with surprise inspections to make sure social distancing protocols are being adhered to https://t.co/cFnJPKSIXM— Dan Roan (@danroan) May 18, 2020 12. júní átti að vera dagurinn sem enska úrvalsdeildin fer aftur af stað en í grein breska ríkisútvarpsins er búist við því að því seinki eitthvað. „12. júní var viðmið en við vorum ekki búin að festa neinn upphafsdag. Við viljum samt auðvitað ekki vera að færa þetta til og frá. Það á eftir að fara fram umræða um þetta. Allt mun velta mikið á því hvenær liðin geta farið að æfa á fullu með eðlilegum hætti. Þangað til getum við ekki ákveðið neitt og að sjálfsögðu þurfum við að vera sveigjanleg,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin munu líka spila á fimm helgum í röð og svo fjórum sinnum líka í miðri viku til þess að ná að klára þær níu umferðir sem eru eftir af mótinu. Enska úrvalsdeildin myndi með því klárast í júlí en það má lítið út af bregða ef deildin á ekki að klárast í ágúst, mánuðinum þar sem næsta tímabil byrjar í venjulegu árferði.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira